Lífið

Guðjón Bergman skrifar skáldsögu á ensku

Væntanleg bók Guðjóns Bergmann ber heitið The Search og er sjálfsævisöguleg skáldsaga.
Væntanleg bók Guðjóns Bergmann ber heitið The Search og er sjálfsævisöguleg skáldsaga. MYND/fréttablaðið /anton brink

„Ég er bara rétt að byrja, en markmiðið er að klára bókina á þessu ári og ég stend yfirleitt við það sem ég ætla mér,“ segir Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, sem vinnur nú að nýrri skáldsögu á ensku sem kallast The Search.

„Þetta er sjálfsævisöguleg skáldsaga, sem fjallar um leitina að tilganginum í lífinu, hvernig hlutirnir eru ekki alltaf eins og þeir sýnast og hvernig hversdagsleikinn getur verið merkilegur. Margar af þeim hugmyndum sem ég hafði um hvað það var að vera andlegur molnuðu í minni leit og með því að setja það fram í skáldsögu frekar en sjálfsævisögu get ég sett hlutina í samhengi út frá upplifunum karaktersins í stað þess að segja þá persónulega. Enda er ég allt of ungur til að skrifa sjálfsævisögu,“ segir Guðjón og hlær.

Aðspurður segist hann sjálfur lesa mest á ensku og finnst tungumálið opna fleiri möguleika hvað varðar útgáfu. „Ég skrifaði eina bók árið 2006 sem ég gaf út sjálfur á amazon.com og heitir Seven human needs. Það er mun erfiðara að koma sér á framfæri erlendis en býður samt upp á möguleikann á að ná til stærri hóps.

Persónulega les ég nánast bara á ensku og hef gert síðastliðinn tíu eða fimmtán ár. Allt tungutakið í kringum mínar upplifanir hefur verið í tengslum við enska kennara, bækur, námskeið eða vini, svo nýja bókin kemur mjög eðlilega á ensku,“ bætir hann við.- ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.