Lífið

Nóra græðir á kreppunni

Hljómsveitin Nóra var í hljóðveri.
Hljómsveitin Nóra var í hljóðveri.
Bandaríkjamaðurinn Seanie Blue var svo ánægður með hljómsveitina Nóru að hann borgaði hljóðverstíma undir sveitina. „Þetta er náungi sem kom hingað fyrir löngu en kom svo aftur núna í kreppunni. Hann segist hrífast svo af sköpunarkraftinum sem hann segist finna í ástandinu hérna núna,“ segir Auður Viðarsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Nóru.

Seanie Blue hefur fengist við sjónvarpsþáttagerð og ljósmyndun og bloggar um upplifun sína á Íslandi. „Þetta er ægilegur töffari og talar rosalega mikið og „name-droppar“ alls konar „underground“-liði,“ segir Auður.

„Hann hitti frænda okkar á borgarafundi sem sagði honum að hlusta á lögin okkar á mæspeis (myspace.com/noraband). Svo fékk hann að koma á æfingu hjá okkur. Við tókum „Guns of Brixton“ eftir Clash og okkar eigin lög og hann heimtaði að fá að borga undir okkur stúdíótíma. Það var auðvitað sjálfsagt. Við vorum í Hljóðrita langt fram á nótt og tókum upp eitt lag, Skóflaðu mig, og svo grófar útgáfur af fleiri lögum. Það er auðvitað gaman að fá viðbrögð og flott að einhver vilji borga fyrir okkur hljóðvers­tíma.“

Hljómsveitin Nóra spilar ljúft indípopp og hefur verið starfandi í eitt og hálft ár. Auður segir að þau hafi verið dugleg að spila á síðasta ári og ætli að setja allt aftur í gang í febrúar. - drg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.