Lífið

Ný plata Benna kemur út í Japan

Nýjasta plata Benna Hemm Hemm er komin út í Japan.
Nýjasta plata Benna Hemm Hemm er komin út í Japan.
Murta St. Calunga, nýjasta plata Benna Hemm Hemm, er nýkomin út í Japan. Fyrirtækið Afterhours gefur plötuna út þar í landi í samstarfi við Kimi Records.

Mikil vinna hefur verið lögð í textaþýðingar og greinargóðar skýringar sem fylgja með plötunni og því greinilegt að miklar vonir eru bundnar við útgáfuna.

Murta St. Calunga kom út síðasta sumar við góðar undirtektir og því má telja líklegt að Japanir eigi einnig eftir að taka plötunni opnum örmum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.