Lífið

Mógil í tónleikaferð um Belgíu

Heiða Árnadóttir, Hilmar Jensson, Ananta Roosens og Joachim Badenhorst.
Heiða Árnadóttir, Hilmar Jensson, Ananta Roosens og Joachim Badenhorst.

Íslensk-belgíska hljómsveitin Mógil er á leiðinni í tónleikaferð um Belgíu í febrúar. Sveitin spilar tilraunakennda djasstónlist með þjóðlegu, klassísku ívafi og hlaut fyrsta plata hennar, Ró, tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár.

„Þetta verða tónleikar á hverju kvöldi í heila viku. Þetta verður æðislegt,“ segir söngkonan Heiða Árnadóttir. Meðal annars spila þau í hinu virta tónleikahúsi í Brussel, Salle Moliere.

Platan Ró kom út hjá belgíska útgáfufyrirtækinu Radical Duke síðasta haust og í kjölfarið fór Mógil í tónleikaferð um Holland, Belgíu og Lúxemborg. „Við fengum alveg frábærar viðtökur. Það var alltaf fullt hjá okkur,“ segir Heiða.

Gagnrýnendur hafa hampað plötunni mjög og virðist Icesave-ævintýrið ekkert hafa komið í veg fyrir góða dóma. „Þrátt fyrir Kaupþing er besta belgíska platan í augnablikinu Ró með íslensku hljómsveitinni Mógil,“ sagði einn gagnrýnandinn. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.