Lífið

Léttklæddar fegurðardrottningar í Nauthólsvík - myndir

Keppendur í Ungfrú Ísland fegurðarsamkeppninni léku sér í strandbolta og frisbee í fyrradag í Nauthólsvíkinni. Veðurblíðan var með eindæmum góð og einbeitingin skein úr augum stúlknanna þegar þær öttu kappi. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins stóðst ekki mátið og tók nokkrar myndir af fljóðunum fögru.

Lífið

Jóhanna Guðrún með tónleika í Laugardalshöll

Söngkonan unga og Eurovisonfarin Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem unnið hefur hug og hjörtu Íslendinga og heillað fjölmarga í Evrópu með frábærum söng og fallegri framkomu kemur fram á tónlekum í Laugardalshöll 4. júní.

Lífið

Guðmundur fjallar um leiðina að silfrinu í Skemmtigarðinum

Skemmtigarðurinn í Grafarvogi var nýverið opnaður formlega. Í garðinum er boðið upp á margs konar skemmtun fyrir allar gerðir hópa sem vilja bregða á leik, efla andann og eiga eftirminnilegan dag í ævintýralegu umhverfi. Meðal þess sem boðið er upp á er fyrirlestur landsliðsþjálfarans, Guðmundar Guðmundssonar.

Lífið

Nýr liðsmaður Esju

Englendingurinn Smutty Smiff, fyrrverandi meðlimur rokkabillísveitarinnar The Rockats sem var vinsæl á áttunda áratugnum, hefur gengið til liðs við hljómsveitina Esju.

Lífið

Selur börnin í auglýsingar

„Ég myndi aldrei setja þau í námugröft. Eða láta þau í að draga kerrur í álveri. En ef þeim býðst auðveld vinna við leik – þá telst það ekki barnaþrælkun,“ segir Gunnar L. Hjálmarsson tónlistarmaður – betur þekktur sem neytendafrömuðurinn Dr. Gunni.

Lífið

Ensími spilar Kafbátamúsík

Fyrstu tónleikarnir í tónleikaröðinni Manstu ekki eftir mér fara fram á Nasa 11. júní. Í tónleikaröðinni koma fram þekktar íslenskar hljómsveitir og flytja sígildar eigin hljómplötur í heild sinni. Hljómsveitin Ensími ríður á vaðið og leikur lög af plötunni Kafbáta­músík sem kom út hjá útgáfufélaginu Dennis árið 1998. Platan hlaut gríðarlega góðar viðtökur þegar hún kom út og fékk Ensími tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. Miðasala á tónleikana er hafin á Midi.is.

Lífið

Stofutónleikar í stórborginni

Hljómsveitirnar Amiina og Bloodgroup ásamt tónlistarmönnunum Jóni Ólafssyni og Ólöfu Arnalds verða á meðal þeirra sem koma fram á stofutónleikum Listahátíðar Reykjavíkur frá föstudegi til sunnudags.

Lífið

Twilight í fjórða sinn

Fjórða vampírumyndin í Twilight-seríunni er í bígerð og verður hún byggð á bók Stephenie Meyer, Breaking Down. Þetta staðfesti leikarinn Robert Pattinson á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Tökum á annarri myndinni, New Moon, er að ljúka um þessar mundir á Ítalíu og tökur á þeirri þriðju, Twilight: Eclipse, hefjast í október. Fyrsta Twilight-myndin naut mikilla vinsælda víða um heim þegar hún var frumsýnd á síðasta ári og er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir framhaldsmyndunum. Myndirnar fjalla um ástarævintýri unglingsstúlkunnar Bellu og vampírunnar Edwards, sem Pattinson leikur.

Lífið

Spilar á þaki í Washington

„Mér finnst þetta ferlega spennandi," segir píanóleikarinn Sunna Gunnlaugsdóttir sem spilar með djasskvartett sínum á þaki sænska sendiráðsins í Washington DC á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Tónleikarnir eru hluti af norrænni djasshátíð sem verður haldin í Washington og munu fleiri hljómsveitir spila uppi á þakinu. „Þetta er svolítið óvenjulegt," viðurkennir Sunna, sem ætlar að spila í klukkutíma með hljómsveit sinni.

Lífið

Atli semur tónlist við svarta dauða

Enn heldur Atli Örvarsson, tónskáldið í Los Angeles, áfram að bæta á sig blómum. Nú hefur verið tilkynnt að hann semji tónlistina við nýjustu kvikmynd bandaríska stórleikarans Nicolas Cage, Season of the Witch. Auk hans er Íslandsvinurinn Ron Perlman í stóru hlutverki og hin unga Claire Foy en ráðgert er að myndin verði frumsýnd 2010.

Lífið

Fimm Rússar létu sjá sig í Officera klúbbnum

Icelandair Technical Services á Keflavíkurvelli, dótturfyrirtæki Icelandair, hélt vorfagnað fyrirtækisins í Officera klúbbnum í gær. Brugðið var á leik og grillað og slegið á létta strengi sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema hvað að meðal gesta ITS á vorfagnaðinum voru 5 Rússar.

Lífið

Kris Allen vann American Idol

Hinn 23 ára gamli Kris Allen bar sigur úr býtum í áttundu American Idol-keppninni sem lauk í nótt. Allen atti kappi við Adam Lambert í úrslitaþættinum sem var sýndur beint á Stöð 2.

Lífið

Geislandi fegurð á ströndinni

Ungfrú Ísland verður krýnd á Broadway annað kvöld en keppendurnir brugðu á leik í sólinni í Nauthólsvík í gær – ólíkt föngulegri hópur en þeir sem stundum sjást þar leggja stund á sjóböð.

Lífið

Hilton ræður Geldof í vinnu

Paris Hilton og Peaches Geldof, dóttir Bobs Geldoff, hafa lagt til hliðar deilur sem þær stóðu í. Sú fyrrnefnda hefur núna ráðið þá síðarnefndu í fyrirsætustörf. Fyrr í mánuðinum hefur Peaches sagt að Paris væri feit og líktist klæðskiptingi. En þær eru núna staddar á kvikmyndahátíð í Cannes og fer vel á með þeim að sögn viðstaddra.

Lífið

Úrslitin í American Idol ráðast í kvöld

IDOL-AÐDÁENDUR um heim eru með öndina í hálsinum í dag en í kvöld liggur fyrir hver sigrar American Idol - Adam Lambert og Khris Allen. Stöð 2 sýnir beint frá úrslitasþættinum og hefst beina útsendingin á miðnætti. Á undan verður flutningur tvímenninganna frá því í gær sýndur í heild sinni en þar sungu þeir þrjú lög hver. Einn gamlar sálarstandard, eitt af þeim lögum sem þeir sungu áður í keppninni og telst til hápunkta þeirra og svo frumsamið Idol-lag „No Boundaries" sem Idol-dómarinn Kara DioGuardi er meðhöfundur að. Adam tók gamla sálarstandard Otis Redding „A Change is Gonna Come", endurtók listilegan flutning sinn á gamla Tears For Fears-laginu „Mad World" á meðan Khris tók Marvin Gaye klassíkina „What's Going On" og Bill Withers-standardinn „Ain't No Sunshine".

Lífið

Bongóblíða á Listahátíð - myndir

Sýningarnar Frá Unuhúsi til Áttunda strætis og Íslensk hönnun 2009 voru opnaðar á Kjarvalsstöðum föstudaginn 15. maí á sama tíma og Listahátíð í Reykjavík var sett. Fjöldi manns mætti og naut menningar, lista, skemmtiatriða, veitinga og veðurblíðunnar. „Þetta var auðvitað setning Listahátíðar þegar sýningin var opnuð og því mjög mikill fjöldi sem kom þarna," segir Hrafnhildur Schram sýningarstjóri sýningarinnar Frá Unuhúsi til Áttunda strætis aðspurð um opnunina.

Lífið

Idol úrslit 2009 - myndir

Það var hin 21 árs gamla Hrafna frá Djúpavogi sem hlaut sigur úr bítum með rúmlega 60% atkvæða og er Idol stjarna Íslands 2009. Hátt í 70.000 atkvæði bárust í símakosningunni.

Lífið

Jóhanna og Rybak syngja hugsanlega saman - myndband

María Björk Sverrisdóttir umboðsmaður Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur upplýsti í þættinum Ísland í dag í gær að hugsanlega færi Jóhanna á tónleikaferðalag með hinum Hvít-Rússneska norðmanni Alexander Rybak. Líkt og alþjóð veit lentu þau í tveimur efstu sætunum í Eurovision sem fram fór um síðustu helgi. Plata Jóhönnu kemur út á norðulöndunum á næstu vikum.

Lífið

„Það er gaman að vera Íslendingur" - myndir

Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar fjöldi fólks hyllti Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur sem söng lagið Is It True? með dyggum stuðningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, Friðriks Ómars Hjörleifssonar og Ernu Hrannar Ólafsdóttur í bakröddum í Moskvu. Vísir hafði samband við Heru Björk og spurði út í móttökurnar, Moskvu og hvort hún væri nokkuð svekt að hafa ekki fengið að syngja fyrir Danmörku í ár.

Lífið

Spilar í sjö Evrópulöndum

Hljómsveitin For a Minor Reflection er á leiðinni í sína stærstu tónleikaferð til þessa. Spilað verður á tuttugu tónleikum í sjö Evrópulöndum á tæpum mánuði.

Lífið

Óvænt endurkoma The Libertines

Þrír af fjórir meðlimum bresku rokksveitarinnar The Libertines stigu saman á svið á föstudagskvöldið. Breska tónlistartímaritið NME greinir frá því að Pete Doherty, Carl Barat og Gary Powell hafi, flestum að óvörum, stigið á svið á Rhythm Factory í London og spilað sjö lög. Þetta eru fyrstu tónleikar The Libertines síðan 2004 þegar sveitin hætti.

Lífið

Sveppasýking komin á kreik

„Nafnið, já, það er kannski svolítið groddaralegt en þetta var bara það fyrsta sem kom upp í hugann á mér og mér fannst það fyndið,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, grínisti með meiru.

Lífið

Kalli Olgeirs flýr kreppuna til Svíþjóðar

„Ég er að flýja land, segi það bara án þess að blikna, og það eru ýmsar ástæður fyrir því,“ segir píanóleikarinn og lagahöfundurinn Karl Olgeirsson. Hann flýr til Svíþjóðar ásamt konu og tveimur börnum, ætlar að koma sér fyrir í Lundi og einbeita sér að tónsmíðum. „Það eru nokkrar ástæður fyrir þessu, það er meiri vinna þarna úti og svo er stemningin hérna heima ekkert æðisleg,“ útskýrir Karl.

Lífið