Lífið

Grimmdarleg hefnd Audda

Sjónvarpstrúðurinn krullhærði átti von á hefndum frá félaga sínum - en að hann gengi svona langt - það gat hann ekki séð fyrir.
Sjónvarpstrúðurinn krullhærði átti von á hefndum frá félaga sínum - en að hann gengi svona langt - það gat hann ekki séð fyrir.

Vinnustaðahrekkur Sveppa tókst vonum framar og hefnd Audda reyndist brútal.

„Sveppi hló nú en lét mig heyra það þegar við vorum búnir að slökkva á kamerunni. Sagði að ég ætti ekki von á góðu. Honum þótti þetta full brútalt,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auddi.

Einn dagskrárliður í þættinum Sveppi og Auddi á Stöð 2 er vinnustaðahrekkur. Sveppi náði að stríða Audda rækilega nýverið þegar hann bætti unglingnum Búa Einarssyni á vinalista Audda á Facebook og Búi þessi fór þá að ofsækja Audda honum til lítillar skemmtunar. Hann lá ekki á þeirri skoðun sinni að krakkafíflið væri með öllu óþolandi. „Já, hann má eiga það fíflið, að hann náði mér,“ segir Auddi. En hefnd Audda reyndist grimmileg og það fá aðdáendur þeirra að sjá í kvöld. „Ég átti eina mjög asnalega mynd af Sveppa þar sem hann liggur nakinn í kuðungi úti á svölum. Mynd sem tekin var úti í Danmörku okkur Huga til skemmtunar á sínum tíma. Sem betur fer var henni aldrei eytt,“ segir Auddi.

Ekki er víst að Sveppi taki undir það því myndina lét Auddi stækka og fékk Strætó í lið með sér. Myndin var sett risastór aftan á leið 15 með textanum: Áttu í veseni með aukakílóin? Þú ert ekki einn. Kveðja, Sveppi. „Svo tók ég Sveppa með mér í smá bíltúr. Ég fékk að heyra á hvaða leið Strætó var, og þegar við vorum að keyra yfir Gullinbrú sagði ég við Sveppa: Heyrðu, ert þetta ekki þú? Og þá blasti myndin við,“ segir Auddi og vill ekki meina að hann eigi skilið að fá það óþvegið frá Sveppa í framhaldinu. Vill meina að nú séu þeir jafnir.

jakob@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.