Lífið

Jóhanna Guðrún með tónleika í Laugardalshöll

Nokkur þúsund manns komu saman á Austurvölli sl. sunnudag til að taka á móti Jóhönnu Guðrúnu en sem kunnugt er hafnaði hún í 2. sæti í Eurovisonkeppninni sem fram fór í ár í Moskvu.
Nokkur þúsund manns komu saman á Austurvölli sl. sunnudag til að taka á móti Jóhönnu Guðrúnu en sem kunnugt er hafnaði hún í 2. sæti í Eurovisonkeppninni sem fram fór í ár í Moskvu.
Söngkonan unga og Eurovisonfarin Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem unnið hefur hug og hjörtu Íslendinga og heillað fjölmarga í Evrópu með frábærum söng og fallegri framkomu kemur fram á tónlekum í Laugardalshöll 4. júní.

Á tónleikunum mun Jóhanna flytja lög af plötu sinni „Butterflies and Elvis" í bland við þekktar söngperlur og auðvitað Eurovisionlagið „Is It True."

Með Jóhönnu mun sjömanna hljómsveit leika undir stjórn Þóris Úlfarssonar og einnig er von á góðum gestum sem munu syngja með Jóhönnu.

Fram kemur í tilkynningu að tónleikarnir séu einstakt tækifæri fyrir aðdáendur Jóhönnu til að sjá hana á sviði við bestu mögulegu aðstæður. Jóhönnu bíði fjöldamörg tækifæri á erlendri grund og því gæti orðið bið á að hún komi fram á Íslandi.

Miðasala á tónleikana hefst mánudaginn 25.júní á midi.is. Eingöngu er selt í sæti og því mjög takmarkað framboð á miðum. Miðaverð er 3900 og 4500 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.