Lífið

Tvístraðar og samsettar fjölskyldur eru normið núna

Í nýrri skáldsögu Auðar Jónsdóttur, Vetrarsól, teflir hún saman ólíkum heimum og varpar fram spurningum um lífsgildi, lífsviðhorf og lífsblekkingu. Vísir hafði samband við Auði og spurði hana út í rithöfundastarfið. „Í dag á ég erfitt með að hugsa mér lífið án þess að vera rithöfundur. Að minnsta kosti er ég eins sátt í mínu starfi og framast er unnt."

Lífið

Áramótapartí á Apótekinu

„Akkúrat núna er verið að breyta Apótekinu," svarar Gunnar Traustason eigandi skemmtistaðarins en hann keypti nýverið út meðeiganda sinn, Garðar Kjartansson. „Það eru sirka tveir mánuðir

Lífið

Röddin á bak við Sollu stirðu

Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir ljáir íslensku Sollu stirðu rödd sína. Vísir hafði samband við þessa hæfileikaríku stúlku og spurði hvernig hún fékk Latarbæjarstarfið. „Ég fór fyrst í talestningu fyrir barnaefni í lok ársins 2003 og var beðin að fara í prufu fyrir litla stelpu í jólamyndinni það ár sem hét „Álfur" minnir mig," svarar Ólöf.

Lífið

Jón Bjarki efstur í kjöri á hetju ársins hjá DV

Jón Bjarki Magnússon fyrrverandi blaðamaður DV henti handsprengju inn í bloggheima og fréttatíma gærdagsins. Upptaka af samtali hans og ritstjórans Reynis Traustasonar sem birt var í Kastljósi hefur vakið mikla athygli. Framferði Jóns Bjarka er umdeilt, sumir segja ósvífið hjá drengnum að hafa tekið ákvörðun um að birta tveggja manna samtal í sjónvarpi allra landsmanna. Aðrir líta á hann sem hetju.

Lífið

Slöpp jól framundan

Börkur Gunnarsson er höfundur bókarinnar Hvernig ég hertók höll Saddams sem kemur út fyrir þessi jól. Í bókinni lýsir Börkur dvöl sinni í Írak og fjallar að sama skapi um ástina. Þar lýsir hann persónulegri upplifun sinni á þeirri sérstæðu stöðu að vera fulltrúi herlausrar þjóðar í hinu umdeilda stríði í Írak. Vísir hafði samband við Börk og spurði hann út í ástina og jólin.

Lífið

Fóstbræður teknir út af Youtube

Aðdáendur Fóstbræðra uppgötvuðu sér til mikillar skelfingar að búið var að taka út allt efni sjónvarpsþáttanna af hinni vinsælu vefsíðu Youtube. Fyrir ofan myndböndin stendur skýrum stöfum: „This video is no longer available due to a copyright claim by SMAIS,“ eða „þetta myndband er ekki lengur til vegna kröfu af hálfu Smáís“.

Lífið

Ríkir Rússar rífa út dýrar merkjavörur

„Það gerðist bara hérna á laugardaginn að einhver ríkur Rússi gekk út með pelsa og jakkaföt fyrir hátt í milljón,“ segir Páll Kolbeinsson, einn eigenda tískuvöruverslunarinnar Sævar Karl í Bankastræti. Svo virðist að með falli krónunnar hafi skapast markaður fyrir vel stætt fólk að utan að koma hingað og kaupa sér dýr föt og annan lúxusvarning. Armani-jakkaföt og aðrar munaðarvörur sem þjóð í kreppu lætur sig bara dreyma um þessa dagana er pakkað niður í ferðatöskur og rata á fataslár erlendra auðmanna.

Lífið

Á toppnum í Makedóníu

Nýjasta lag Brynjars Más Valdimarssonar, Runaway, er það vinsælasta í Makedóníu í dag. Lagið fór beint í efsta sætið á vinsældalista útvarpsstöðvarinnar Radio 106, sína fyrstu viku á lista, sem er einstakur árangur. Sló það við lögum með stjörnum á borð við Tinu Turner, Boyzone, Duffy, Beyonce, Pink og Leona Lewis.

Lífið

Derrick er dáinn

Þýski leikarinn Horst Tappert er látinn, 85 ára að aldri. Horst er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið lögreglumanninn Derrick í samnefndum þáttum.

Lífið

Sænska Carola heldur tónleika á Íslandi

Sænska söngkonan Carola sem sigraði Eurovision árið 1992 heldur tónleika á Íslandi 17. desember næstkomandi í Filadelfiu. Vísir hafði samband við einn skipuleggjanda tónleikanna, Hrönn Svansdóttur. „Tónleikarnir eru á miðvikudaginn klukkan átta," svarar Hrönn og heldur áfram: „Hún hefur sjálf sérstakan áhuga á að koma aftur til Íslands en hún kom í fyrra og var rosalega ánægð. Þá kom hún fram á afmælistónleikum einstaklings og í framhaldinu fengum við hana til að halda tónleika," segir Hrönn.

Lífið

Ásdís Rán ræktar sambandið

Vísir hafði samband við Ásdísi Rán sem er stödd á Íslandi um þessar mundir ásamt fjöskyldunni. Hún er meðvituð um að sinna þarf sambandinu en hún er á leið til Bretlands ásamt eiginmanni sínum, Garðari Garðar Gunnlaugssyni, þar sem þau ætla að njóta þess að versla og slaka á.

Lífið

Litríkur hópur í detoxferð

Ævintýralega skemmtilegur, litríkur og kátur hópur er á leið til Póllands í föruneyti heilsufrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur. Þar er um að ræða ferð sem farin verður 3. janúar en margir sjá það sem góðan kost að huga rækilega að heilsunni eftir hátíðar. Í hópnum munu vera þeir Ásgeir Þór Davíðsson sem betur er þekktur sem Geiri á Goldfinger og góður vinur hans Þorsteinn Hjaltested óðalsbóndi við Vatnsenda.

Lífið

Bogi reisir friðarkúlu

Bogi Jónsson á Hliði á Álftanesi stendur illa fjárhagslega, eins og hér kom nýlega fram. Hann lætur það þó ekki slá sig út af laginu og hefur búið til friðarkúlu sem mun standa á landareign hans.

Lífið

Cruise klúðrar öllu aftur

Stórleikaranum Tom Cruise eru mislagðar hendur þegar hann kemur fram í sjónvarpi. Margir muna eflaust eftir því þegar hann umturnaðist hjá Opruh Winfrey 2005, stökk upp á stól og tilkynnti heimsbyggðinni að hann væri hamingjusamasti maður í heimi. Ástæðan fyrir þessu upphlaupi Cruise var þá nýja ástin í lífi hans, Katie Holmes.

Lífið

Úldinn hákarl notaður til að kynna Ísland

„Ég hef ekki heyrt af þessu áður en þetta er sniðugt. Íslendingar hafa náttúrulega alltaf verið duglegir við að kynna þorrablótin en að það sé markaðssett svona er einhver nýlunda,” segir Ottó Guðmundsson, starfsmaður í Múlakaffi.

Lífið

Geir Ólafs á toppnum í Færeyjum

Poppkóngurinn Geir Ólafsson var eins og aðrir íslendingar hrærðir yfir vinarþeli Færeyinga, sem fyrstir þjóða buðu Íslendingum lán þegar efnahagskerfið hrundi lóðbeint til helvítis.

Lífið

Kínverjar læra íslensku í Peking

uttugu kínverskir námsmenn við Beijing Foreign Studies University (BFSU) komu háskólarektor, Kristínu Ingólfsdóttur, og fylgdarliði í opna skjöldu í Peking á dögunum með því að syngja fyrir þau jólalög á íslensku.

Lífið

Störe á pókermót í Portúgal

„Þetta er draumur sérhvers pókerspilara, ég er auðvitað byrjaður að æfa enda ætla ég að rúlla þessum köpppum upp," segir Egill „Störe" Einarsson. Einkaþjálfaranum kunna virðast allir vegir færir því hann er á leiðinni á risastórt alþjóðlegt mót í póker um miðjan febrúar.

Lífið

Gulli sendill er ódýrastur

Íslandsbókin 12. hefti eftir Gunnlaug Inga Ingimarsson er komin út. Gunnlaugur er betur þekktur sem Gulli sendill og er afkastamikill og vinsæll höfundur. „Ég er búinn að gefa út eina bók á ári í mörg ár, stundum fleiri,“ segir Gulli. „Ég kem oftast með mínar bækur á sama tíma og hinir höfundarnir, í byrjun nóvember, og ég er alltaf ódýrastur. Mín bók kostar þúsund kall á meðan aðrar eru á þetta 3-4 þúsund, eða jafnvel meira.“

Lífið

Sigga Beinteins selur fimmtíu þúsund

Hátt í fimmtíu þúsund eintök hafa selst af Söngvaborgar-mynddiskunum fimm sem Sigríður Beinteinsdóttir og María Björk Sverrisdóttir hafa gefið út á undanförnum árum.

Lífið

Ungfrú Ísland komst ekki á verðlaunapall

Hin rússneska Ksenya Sukhinova var krýnd ungfrú heimur við hátíðlega athöfn í Suður-Afríku í dag. Ungfrú Ísland, Alexandra Helga Ívarsdóttir, komst ekki á verðlaunapall. Hún má þó vel við una, því hún var kosin sportstúlka keppninnar fyrr í vikunni.

Lífið

Jólalestin lögð af stað

Ljósum prýddir Coca-Cola trukkar Vífilfells keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í dag. Jólalestin hélt af stað fyrir um klukkutíma frá höfuðstöðvum Vífilfells að Stuðlahálsi. Hún mun ferðast um helstu hverfi höfuðborgarsvæðisins með stuttri viðkomu í Smáralind kl. 18:00. Þaðan verður ferðinni áfram haldið til kl. 20:00, en þá lýkur rúmlega 100 km löngu ferðalagi Jólalestarinnar á Stuðlahálsi, á sama stað og ferðin hófst.

Lífið

Töskur fræga fólksins á markaði Stígamóta

Töskumarkaður Stígamóta opnar í dag. Á annað þúsund töskur af öllum stærðum og gerðum hafa borist í söfnun samtakanna og þær verð boðnar til sölu. Ágóðinn rennur til reksturs Stígamóta. Markaðurinn opnar klukkan ellefu og hvetja Stígamótakonur fólk til að koma, skoða, versla og fá sér heitar pönnslur í húsnæði samtakanna við Hverfisgötu 115.

Lífið

Ungfrú Ísland í The Sun

Femínistar eru bara lesbíur í karlmannsfötum, ungfrúrnar skiptast á hæðnis-legum athugasemdum á milli þess sem þær gera hvað þær geta til að ganga í augun á dómnefndinni. Svona sér blaðamaður The Sun þátttakendur í Miss World.

Lífið

Iðnaðarráðherra fékk kartöflu frá Stekkjastaur

Stekkjastaur kom til byggða í nótt og samkvæmt heimildum Vísis laumaði hann ýmsu góðgæti í skó og sokka barna á öllum aldri á öllu landinu. Eins og alkunna er fá þeir sem haga sér illa kartöflu í stað góðgætis frá bræðrunum þrettán sem flykkjast hver á fætur öðrum til byggða. Össur Skarphéðinsson ere inn þeirra sem fékk kartöflu frá Stekkjastaur.

Lífið

Fráskilinn Bjarni Haukur lélegur að skreyta

Einleikurinn „Pabbinn" var frumsýndur í Iðnó fyrir rúmu ári . Sýningin fékk strax gríðarlega góðar viðtökur hjá gagnrýnendum sem og áhorfendum. Eftir rúmlega 50 troðfullar sýningar í Iðnó fluttist sýningin í Íslensku óperuna vegna vinsælda og fyrir þessi jól gefst íslensku þjóðinni einstakt tækifæri að eignast „Pabbann" á DVD. Vísir hafði samband við Bjarna Hauk Þórsson leikara en hann er sjálfur pabbi, réttara sagt einstæður pabbi en hann skildi við eiginkonu sína og barnsmóður fyrir tveimur árum. „Það er mjög gott samkomuleg hjá mér og barnsmóður minni. Það gæti ekki verið betra," svarar Bjarni Haukur aðspurður út í fjölskylduhagina en tekur sérstaklega fram að „Pabbinn" fjallar ekki um einstæða feður heldur upplifun karlmanna þegar nýtt barn kemur í heiminn og hvernig allt breytist.

Lífið