Slöpp jól framundan 16. desember 2008 10:32 Börkur Gunnarsson. Börkur Gunnarsson er höfundur bókarinnar „Hvernig ég hertók höll Saddams" sem kemur út fyrir þessi jól. Í bókinni, sem er ástarsaga, lýsir Börkur dvöl sinni í Írak. Þar lýsir hann persónulegri upplifun sinni á þeirri sérstæðu stöðu að vera fulltrúi herlausrar þjóðar í hinu umdeilda stríði í Írak. Vísir hafði samband við Börk og spurði hann út í bókina, ástina og jólin. „Hugmyndin kviknaði út frá því að mér fannst fyndið að vera þarna í sprengju- og byssuárásum í Bagdad en það eina sem ég var hræddur við var að koma heim til Íslands," svarar Börkur aðspurður hvernig hugmyndin að bókinni kviknaði. Tíminn fram að jólum? „Framan af var desember bara vinna í kynningu á bókinni. En nú er ég kominn aftur til Afganistan og hér í þessu múslima landi er engin jólastemning." „Við í herbúðunum munum halda jólin saman. Það verða væntanlega keypt einhver kerti og einhverskonar trégreinar til að hengja kúlur á og kannski einhverjir rauðir borðar á byssurnar." „Annars held ég að þetta verði ansi slöpp jól hjá mér. Ég hef oftast hlakkað meira til jólanna en í þetta skiptið, því ég hef yfirleitt mjög gaman af þeim. Þá hittist fjölskyldan og allir svo jákvæðir að það getur aldrei nema heppnast mjög vel." „Ef þú hefur gaman að því að skrifa þá er þetta mjög gaman. Ef þú nýtur þess líka að vera fátækur að þá er þetta draumastarfið," segir Börkur aðspurður um rithöfundarstarfið. Ert þú rómantískur? „Ég veit það ekki. Ég er ekki týpa sem er að kaupa kertaljós, rauðar servéttur eða einhver flott vín. Ég held ég hafi aldrei keypt kerti á ævinni." „En ég hef gaman að því að gera það fallegt og innilegt sem maður er að gera hverju sinni og nota þá það sem er við höndina til að ýta undir næsheitin." „Ef að kerti eru við höndina þá nota ég þau. Annars eru ábyggilega konur manns betri til að dæma um þetta, maður sér sig yfirleitt í allt öðru ljósi en þeir sem sjá mann utanfrá." „Maður hefur þurft að lifa með sjálfum sér alla daga, alla ævi og er fyrir löngu alveg orðinn blindur á það sem maður er," segir Börkur að lokum. Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Börkur Gunnarsson er höfundur bókarinnar „Hvernig ég hertók höll Saddams" sem kemur út fyrir þessi jól. Í bókinni, sem er ástarsaga, lýsir Börkur dvöl sinni í Írak. Þar lýsir hann persónulegri upplifun sinni á þeirri sérstæðu stöðu að vera fulltrúi herlausrar þjóðar í hinu umdeilda stríði í Írak. Vísir hafði samband við Börk og spurði hann út í bókina, ástina og jólin. „Hugmyndin kviknaði út frá því að mér fannst fyndið að vera þarna í sprengju- og byssuárásum í Bagdad en það eina sem ég var hræddur við var að koma heim til Íslands," svarar Börkur aðspurður hvernig hugmyndin að bókinni kviknaði. Tíminn fram að jólum? „Framan af var desember bara vinna í kynningu á bókinni. En nú er ég kominn aftur til Afganistan og hér í þessu múslima landi er engin jólastemning." „Við í herbúðunum munum halda jólin saman. Það verða væntanlega keypt einhver kerti og einhverskonar trégreinar til að hengja kúlur á og kannski einhverjir rauðir borðar á byssurnar." „Annars held ég að þetta verði ansi slöpp jól hjá mér. Ég hef oftast hlakkað meira til jólanna en í þetta skiptið, því ég hef yfirleitt mjög gaman af þeim. Þá hittist fjölskyldan og allir svo jákvæðir að það getur aldrei nema heppnast mjög vel." „Ef þú hefur gaman að því að skrifa þá er þetta mjög gaman. Ef þú nýtur þess líka að vera fátækur að þá er þetta draumastarfið," segir Börkur aðspurður um rithöfundarstarfið. Ert þú rómantískur? „Ég veit það ekki. Ég er ekki týpa sem er að kaupa kertaljós, rauðar servéttur eða einhver flott vín. Ég held ég hafi aldrei keypt kerti á ævinni." „En ég hef gaman að því að gera það fallegt og innilegt sem maður er að gera hverju sinni og nota þá það sem er við höndina til að ýta undir næsheitin." „Ef að kerti eru við höndina þá nota ég þau. Annars eru ábyggilega konur manns betri til að dæma um þetta, maður sér sig yfirleitt í allt öðru ljósi en þeir sem sjá mann utanfrá." „Maður hefur þurft að lifa með sjálfum sér alla daga, alla ævi og er fyrir löngu alveg orðinn blindur á það sem maður er," segir Börkur að lokum.
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira