Lífið

Derrick er dáinn

Horst Tappert
Horst Tappert

Þýski leikarinn Horst Tappert er látinn, 85 ára að aldri. Horst er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið lögreglumanninn Derrick í samnefndum þáttum.

Tappert lést á laugardaginn á sjúkrahúsi í Munchen sagði Ursula kona hans við dagblaðið Bunte í dag.

Horst Tappert lék Stephan Derrick í samtals 281 þætti sem sýndir voru í hundrað löndum, meðal annars á Íslandi. Nutu þættirnir mikilla vinsælda hér á landi.

Það síðasta sem Tappert lét að sér kveða í kvikmyndaheiminum var þegar hann ljáði Derrick rödd sína í teiknimyndum sem gerðar voru árið 2001.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.