Lífið

Playboy móðgar mexíkóska kaþólikka

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Forsíðan umdeilda.
Forsíðan umdeilda. MYND/Playboy.com.mx

Tímaritið Playboy hefur beðist afsökunar eftir að hafa birt meinta stílfærða mynd af Maríu mey á forsíðu sinni.

Það fór heldur betur fyrir brjóstið á kirkjunnar mönnum í Mexíkó þegar þarlend útgáfa Playboy skartaði mynd af argentínskri fyrirsætu á forsíðunni í stellingum og klæðaburði sem þeim þótti minna ískyggilega mikið á hugmyndir ýmissa síðari tíma listamanna um útlit sjálfrar Maríu guðsmóður.

Talsmenn Playboy í Mexíkó segja það síst af öllu hafa vakað fyrir þeim þegar forsíðumyndin var tekin en hafa þó beðist afsökunar til að halda friðinn. CNN birtir á heimasíðu sinni útskrift af útvarpsviðtali sem fram fór hjá CNN í Mexíkó þar sem kaþólskur prestur ræðir málið og segir forsíðuna ákaflega móðgandi í garð mexíkóskra kaþólikka.

Hann gefur lítið fyrir skýringar ritstjórnar Playboy. Ekki eingöngu hafi blaðið komið út á kaþólskum hátíðardegi heldur segi nafn argentínsku fyrirsætunnar einnig sitt en hún heitir María.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.