Ungfrú Ísland í The Sun Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 13. desember 2008 07:00 Alexandra Helga Ívarsdóttir sleppur vel frá grein The Sun en svo virðist sem keppinautar hennar hafi dáðst að hæfileikum hennar til að pakka. Vísir/GVA Femínistar eru bara lesbíur í karlmannsfötum, ungfrúrnar skiptast á hæðnis-legum athugasemdum á milli þess sem þær gera hvað þær geta til að ganga í augun á dómnefndinni. Svona sér blaðamaður The Sun þátttakendur í Miss World. Breska blaðið The Sun er þekkt fyrir allt annað en að fara fínlega í umfjöllunarefni sín og grein blaðsins um Miss World, sem nú fer fram í Suður-Afríku, fellur fyllilega undir ritstjórnarstefnu blaðsins. Blaðamaðurinn segir þátttakendurna vera yfirborðslega góða og þær láti út úr sér fáránlegar athugasemdir um útlit keppinautanna. „Ég elska hreinlega hárið á þér, það er svo dökkt,“ á ein að hafa sagt. Önnur ummælin bæta þó um betur. „Hællinn á skónum þínum er svo hár. Þú ert ótrúlega gáfuð að detta hreinlega ekki. Og húðin þín er svo hrein, þú hlýtur bara að drekka mikið af vatni, vel gert.“ Ungfrú Ísland, Alexandra Helga Ívarsdóttir, kemst þó vel frá greininni sem er öll skrifuð í fremur háðslegum tón. Blaðamaðurinn varð vitni að því þegar stúlkurnar voru að gera sig klára að koma sér á hótel. Hver og ein var með fimm ferðatöskur, smekkfullar af kjólum, baðfötum og öðru sem fegurðardrottningar þurfa á að halda í svona keppni. Alexandra virtist hins vegar bara koma með eina tösku til Jóhannesarborgar. „Hún hlýtur að vera alveg rosalega góð í að pakka,“ á ein að hafa sagt fyrir framan nef blaðamanns. Hópurinn mun hafa sprungið úr hlátri yfir ferðatöskuleysi Alexöndru. Hún sat hins vegar bara þögul sem gröfin og beið eftir að verða ferjuð upp á hótel. „Hversu marga kjóla ætli hún hafi tekið með sér? Vonandi tók hún bara þvottaefni með sér,“ voru hinar köldu kveðjur sem hún fékk frá stallsystrum sínum. Miss World er engu síður elsta fegurðarsamkeppni heims en þetta er í 57. skipti sem hún er haldin. Keppnin hefur þó ekki alltaf gengið þrautalaust fyrir sig; nígerískir múslimar hótuðu að grýta keppendur til dauða árið 2002 og Indverjar mótmæltu harðlega þegar keppendur komu fram á sundfötunum. Femínistar hafa jafnframt löngum haft horn í síðu keppninnar en einn aðstandandi keppninnar, Julia, hefur sínar skýringar á þeim hópi: „Hverjar eru þessir femínistar? Þetta eru lesbíur sem langar til að verða karlmenn. Þær klæðast eins og karlar og líta út fyrir að vera karlar. Fólk villl hins vegar kveikja á sjónvarpinu og sjá fallegar og hamingjusamar konur. Við erum að gefa fólkinu það sem það vill.“ Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Femínistar eru bara lesbíur í karlmannsfötum, ungfrúrnar skiptast á hæðnis-legum athugasemdum á milli þess sem þær gera hvað þær geta til að ganga í augun á dómnefndinni. Svona sér blaðamaður The Sun þátttakendur í Miss World. Breska blaðið The Sun er þekkt fyrir allt annað en að fara fínlega í umfjöllunarefni sín og grein blaðsins um Miss World, sem nú fer fram í Suður-Afríku, fellur fyllilega undir ritstjórnarstefnu blaðsins. Blaðamaðurinn segir þátttakendurna vera yfirborðslega góða og þær láti út úr sér fáránlegar athugasemdir um útlit keppinautanna. „Ég elska hreinlega hárið á þér, það er svo dökkt,“ á ein að hafa sagt. Önnur ummælin bæta þó um betur. „Hællinn á skónum þínum er svo hár. Þú ert ótrúlega gáfuð að detta hreinlega ekki. Og húðin þín er svo hrein, þú hlýtur bara að drekka mikið af vatni, vel gert.“ Ungfrú Ísland, Alexandra Helga Ívarsdóttir, kemst þó vel frá greininni sem er öll skrifuð í fremur háðslegum tón. Blaðamaðurinn varð vitni að því þegar stúlkurnar voru að gera sig klára að koma sér á hótel. Hver og ein var með fimm ferðatöskur, smekkfullar af kjólum, baðfötum og öðru sem fegurðardrottningar þurfa á að halda í svona keppni. Alexandra virtist hins vegar bara koma með eina tösku til Jóhannesarborgar. „Hún hlýtur að vera alveg rosalega góð í að pakka,“ á ein að hafa sagt fyrir framan nef blaðamanns. Hópurinn mun hafa sprungið úr hlátri yfir ferðatöskuleysi Alexöndru. Hún sat hins vegar bara þögul sem gröfin og beið eftir að verða ferjuð upp á hótel. „Hversu marga kjóla ætli hún hafi tekið með sér? Vonandi tók hún bara þvottaefni með sér,“ voru hinar köldu kveðjur sem hún fékk frá stallsystrum sínum. Miss World er engu síður elsta fegurðarsamkeppni heims en þetta er í 57. skipti sem hún er haldin. Keppnin hefur þó ekki alltaf gengið þrautalaust fyrir sig; nígerískir múslimar hótuðu að grýta keppendur til dauða árið 2002 og Indverjar mótmæltu harðlega þegar keppendur komu fram á sundfötunum. Femínistar hafa jafnframt löngum haft horn í síðu keppninnar en einn aðstandandi keppninnar, Julia, hefur sínar skýringar á þeim hópi: „Hverjar eru þessir femínistar? Þetta eru lesbíur sem langar til að verða karlmenn. Þær klæðast eins og karlar og líta út fyrir að vera karlar. Fólk villl hins vegar kveikja á sjónvarpinu og sjá fallegar og hamingjusamar konur. Við erum að gefa fólkinu það sem það vill.“
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira