Lífið

Ungfrú Ísland komst ekki á verðlaunapall

Hin rússneska Ksenya Sukhinova var krýnd ungfrú heimur við hátíðlega athöfn í Suður-Afríku í dag. Ungfrú Ísland, Alexandra Helga Ívarsdóttir, komst ekki á verðlaunapall. Hún má þó vel við una, því hún var kosin sportstúlka keppninnar fyrr í vikunni.

Hundrað og átta stúlkur víðsvegar að úr heiminum tóku þátt í keppninni. Ungfrú Indland, Parvathay Omanakuttan varð í öðru sæti, en í því þriðja hafnaði Gabriel Walcott frá Trinidad og Tobago.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.