Lífið

Kínverjar læra íslensku í Peking

Kínversku nemarnir með Kristínu Ingólfsdóttur, rektor HÍ, Gunnari Snorra Gunnarssyni, sendiherra Íslands í Kína, og fræðimönnum við báða háskóla.
Kínversku nemarnir með Kristínu Ingólfsdóttur, rektor HÍ, Gunnari Snorra Gunnarssyni, sendiherra Íslands í Kína, og fræðimönnum við báða háskóla.
uttugu kínverskir námsmenn við Beijing Foreign Studies University (BFSU) komu háskólarektor, Kristínu Ingólfsdóttur, og fylgdarliði í opna skjöldu í Peking á dögunum með því að syngja fyrir þau jólalög á íslensku.

BFSU hóf í haust að kenna fjögurra ára íslenskunám og eru sextán nemendur skráðir í námið. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína, heimsóttu skólann fyrir helgi, ásamt föruneyti sínu. Þau hittu nemendur, kennara og stjórnendur skólans. Nemendur létu sig ekki muna um að kynna sig og heilsa á íslensku.

Í heimsókninni skrifuðu Kristín og Peng Long, rektor BFSU, undir samstarfssamning sem gefur frekari tækifæri til stúdentaskipta og rannsóknarsamstarfs milli háskólanna.

Í tilkynningu frá HÍ segir að háskólinn hafi á undanförnum árum lagt áherslu á að efla samstarf við virta kínverska háskóla. Kennarar við HÍ hafi farið og kennt við kínverska háskóla, auk þess sem nemendur frá HÍ bæði sótt námskeið og dvalið um lengri tíma við kínversku háskólana. - hhs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.