Lífið

Áramótapartí á Apótekinu

Garðar Kjartansson og Gunnar Traustason núverandi eigandi Apóteksins.
Garðar Kjartansson og Gunnar Traustason núverandi eigandi Apóteksins.

„Akkúrat núna er verið að breyta Apótekinu," svarar Gunnar Traustason eigandi skemmtistaðarins en hann keypti nýverið út meðeiganda sinn, Garðar Kjartansson.

„Það eru sirka tveir mánuðir síðan. Ég keypti staðinn eftir bankahrunið og mörgum þótti þetta djarft en ég er mjög bjartsýnn og fyrir utan þessar breytingar sem verða búnar núna fyrir helgina held ég að staðurinn verði enn þá skemmtilegri. Ég er að hlusta á kúnnanna mína," segir Gunnar.

Margeir Steinar Ingólfsson.

„Ég er að setja upp setustofu og fleiri sæti á staðnum. Stærra dansgólf og ég held bara alveg klárlega dýrasta Dj-púlt á landinu sem er nánast eins og predikunarstóll."

„Plötusnúðurinn verður miklu sýnilegri núna en hann hefur verið falinn hingað til. Hlutverk hans verður stærra og hann nær að lesa hópinn betur. Þetta verður flott. Púltið kemur hátt á vegginn og gnæfir yfir staðinn."

Urður Hákonardótir.

„Ég ætlaði ekki að fara í þessar breytingar fyrr en eftir áramótin en Margeir, sem er með áramótapartíið hjá mér, lagði mikla áherslu á að ég setti það upp fyrir áramótin," segir Gunnar.

„Urður söngkona úr Gus Gus kemur fram og plötusnúðarnir Jón Atli Helgason, Natalie Guðríður Gunnarsdóttir og Raffael Manna og svo verður klósett-dj. Það segir sig svolítið sjálft hvað það er en ég er spurður mest um það. Ég segi ekki meir."

„Breytinga- og betrumbóta partíið verður næsta föstudag þar sem ég ætla að þakka kúnnunum góð viðskipti síðan staðurinn opnaði en áramótapartíið verður haldið klukkan 01 eftir miðnætti á gamlárskvöld."

Miðasala á midi.is , Skífunni og BT.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.