Lífið

Á toppnum í Makedóníu

brynjar már valdimarsson
brynjar már valdimarsson

Nýjasta lag Brynjars Más Valdimarssonar, Runaway, er það vinsælasta í Makedóníu í dag. Lagið fór beint í efsta sætið á vinsældalista útvarpsstöðvarinnar Radio 106, sína fyrstu viku á lista, sem er einstakur árangur. Sló það við lögum með stjörnum á borð við Tinu Turner, Boyzone, Duffy, Beyonce, Pink og Leona Lewis.

Radio 6 er vinsælasta útvarpsstöð Makedóníu og birtir í hverri viku lista yfir tuttugu vinsælustu lögin. Runaway er á svokölluðum „Power Play"-lista á stöðinni sem þýðir að það er spilað fjórtán sinnum á dag. Nýr vinsældalisti var birtur í gærkvöldi og leit allt út fyrir að Runaway héldi toppsæti sínu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.