Lífið

Iðnaðarráðherra fékk kartöflu frá Stekkjastaur

Stekkjastaur kom til byggða í nótt og samkvæmt heimildum Vísis laumaði hann ýmsu góðgæti í skó og sokka barna á öllum aldri á öllu landinu. Eins og alkunna er fá þeir sem haga sér illa kartöflu í stað góðgætis frá bræðrunum þrettán sem fara nú að flykkjast hver á fætur öðrum til byggða. Össur Skarphéðinsson er einn þeirra sem fékk kartöflu frá Stekkjastaur.

Í tilkynningu frá umboðsmanni bræðranna þrettán segir að Össur fái stærðarinnar bökunarkartölfu fyrir að sitja sem fastast sem varaformaður Samfylkingarinnar, og sýna hvorki ábyrgð né iðrun fyrir vanrækslu gangvart þjóð sinni. Össur beri auk þess ábyrgð á stóriðjustefnunni við Bakka og í Helguvík.

Umboðsmaður segir að Stekkjastaur hafi verið miður sín yfir hegðun Össurar þetta árið, en hann hafi fylgst náið með honum frá síðustu jólum. Össur hafi verið óþægur með eindæmum, og það sama verði yfir hann að ganga og öll önnur börn þjóðarinnar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.