Lífið

Geir Ólafs á toppnum í Færeyjum

Poppkóngurinn Geir Ólafsson var eins og aðrir íslendingar hrærðir yfir vinarþeli Færeyinga, sem fyrstir þjóða buðu Íslendingum lán þegar efnahagskerfið hrundi lóðbeint til helvítis.

Hann sýndi þakklæti sitt í verki, og söng gamla slagarann Santa Clause is Coming to Town - á færeysku. Lagið heitir í nýrri útgáfu „Jólamavurinn" og hefur slegið í gegn.

„Það er í fyrsta sæti. Mér skilst að það sé mjög vinsælt," segir Geir, sem fylgist með gangi lagsins ytra í gegnum vin sin Elís Poulsen, sem gerði færeyska textann við lagið.

Geir segist vissulega hafa þurft að hafa örlítið fyrir því að ná framburðinum réttum. „Mér var þetta samt ágætlega þjált í munni, en ég var náttúrulega með fagfólk í kringum mig til að ná þessu réttu," segir Geir og bætir við að honum hafi heyrst að Færeyingar skilji textann vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.