Lífið

Gulli sendill er ódýrastur

Gunnlaug Inga langar mest í bókina um forsetann.
Gunnlaug Inga langar mest í bókina um forsetann.

Íslandsbókin 12. hefti eftir Gunnlaug Inga Ingimarsson er komin út. Gunnlaugur er betur þekktur sem Gulli sendill og er afkastamikill og vinsæll höfundur. „Ég er búinn að gefa út eina bók á ári í mörg ár, stundum fleiri,“ segir Gulli. „Ég kem oftast með mínar bækur á sama tíma og hinir höfundarnir, í byrjun nóvember, og ég er alltaf ódýrastur. Mín bók kostar þúsund kall á meðan aðrar eru á þetta 3-4 þúsund, eða jafnvel meira.“

Gulli segist fylgjast vel með kollegum sínum. Í ár langar hann einna mest í bókina um forsetann. „Ég bjó á Ísafirði og þar hóf ég rithöfundarferil minn fyrir langa löngu. Ólafur Ragnar er einmitt ættaður frá Ísafirði, en sjálfur er ég ættaður frá Þingeyri.“

Í nýjasta verki sínu fjallar Gulli að vanda um atburði í lífi sínu og um fólk sem verður á vegi hans. „Ég er hættur hjá Ikea og vinn í Nettó í Salahverfi núna. Afgreiði á kassa. Ég sel bókina þar, en einnig er hún til í 12 tónum á Skólavörðustíg. Það gengur mjög vel, ég fór með tvo kassa til þeirra í vikunni.“

Gunnlaugar áritar bók sína í 12 tónum í dag á milli kl. 14 og 15.

- drg 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.