Lífið

Sænska Carola heldur tónleika á Íslandi

Carola.
Carola.

Sænska söngkonan Carola sem sigraði Eurovision árið 1992 heldur tónleika á Íslandi 17. desember næstkomandi í Filadelfiu. Vísir hafði samband við einn skipuleggjanda tónleikanna, Hrönn Svansdóttur. 

 

„Hún hefur sjálf sérstakan áhuga á að koma aftur til Íslands en hún kom í fyrra og var rosalega ánægð. Þá kom hún fram á afmælistónleikum einstaklings og í framhaldinu fengum við hana til að halda tónleika," segir Hrönn.

„Carola er opin og næs og það er auðvelt að kynnast henni. Hún er ofboðslega mikil fagmanneskja og veit nákvæmlega hvernig hún vill hafa alla hluti."

„Við vorum ekki alveg viss vegna efnahagsástandsins hér með að flytja hana hingað en hún vildi endilega koma vegna ástandsins í þjóðfélaginu."

„Henni fannst hún eiga erindi. Hún kemur á móts við okkur til að þetta sé hægt," segir Hrönn. 

 

„Carola lagði mikið upp úr því að fá að koma og kemur bara með píónista með sér. Hún notar íslenska bakraddasöngvara sem eru meðlimir úr Gospelkór Reykjavíkur," segir Hrönn.



„Það sem hún gerir er einstök upplifun. Og að sjá hana á sviði, þá bæði hvernig hún syngur lögin og kemur þeim frá sér því hún gefur mjög mikið af sér bæði í tali og söng á tónleikunum."

 

„Hún tengir lögin út frá eigin reynslu. En hún syngur lög af jóladiskunum hennar."

 

 

„Nýjasti diskurinn hennar var til dæmis tekinn upp í Betlehem að næturlagi sem segir að þegar hún gerir etthvað þá tekur hún það alla leið," segir Hrönn að lokum og leggur áherslu á að sætin eru númeruð.

 

 

 

Hér má kaupa miða á tónleika Carolu á miðvikudaginn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.