Lífið

Heimir og Kolla á BBC

„Maður er eiginlega alveg orðinn ruglaður. Ég held að ég sé bókaður í viðtöl langt fram eftir kvöldi," segir morgunhaninn Heimir Karlsson. Lopapeysusöfnun útvarpsþáttarins Ísland í bítið virðist sanna fyrir fullt og allt að Íslendingar bera engan kala til Breta.

Lífið

Hálaunuð Madonna í vinnunni - myndband

Hér má sjá Madonnu og hönnuðinn Marc Jacobs í vinnunni. Þau vinna að því að taka auglýsingamyndir þar sem Madonna teygir úr sér á frönsku reykmöttuðu veitingahúsi fyrir Louis Vuitton töskuframleiðandann. Fyrir að sitja fyrir í auglýsingaherferðinni fékk Madonna í kringum 1.150.000.000.- íslenskar krónur og toppar þar með bresku ofurfyrirsætuna Kate Moss í launum. Horfa á myndbandið hér.

Lífið

Ólafur F. ryður Benna Ólsara út

„Þetta er bara fyndið. Auddi var að hringja í mig og flauta þetta af. Þá var allt orðið vitlaust,“ segir Benjamín Þór Þorgrímsson sem betur er þekktur sem Benni Ólsari sem komið hefur við sögu í fréttum af handrukkunum.

Lífið

Nóra græðir á kreppunni

Bandaríkjamaðurinn Seanie Blue var svo ánægður með hljómsveitina Nóru að hann borgaði hljóðverstíma undir sveitina. „Þetta er náungi sem kom hingað fyrir löngu en kom svo aftur núna í kreppunni. Hann segist hrífast svo af sköpunarkraftinum sem hann segist finna í ástandinu hérna núna,“ segir Auður Viðarsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Nóru.

Lífið

Ný plata Benna kemur út í Japan

Murta St. Calunga, nýjasta plata Benna Hemm Hemm, er nýkomin út í Japan. Fyrirtækið Afterhours gefur plötuna út þar í landi í samstarfi við Kimi Records. Mikil vinna hefur verið lögð í textaþýðingar og greinargóðar skýringar sem fylgja með plötunni og því greinilegt að miklar vonir eru bundnar við útgáfuna. Murta St. Calunga kom út síðasta sumar við góðar undirtektir og því má telja líklegt að Japanir eigi einnig eftir að taka plötunni opnum örmum.

Lífið

Guðjón Bergman skrifar skáldsögu á ensku

„Ég er bara rétt að byrja, en markmiðið er að klára bókina á þessu ári og ég stend yfirleitt við það sem ég ætla mér,“ segir Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, sem vinnur nú að nýrri skáldsögu á ensku sem kallast The Search.

Lífið

Mógil í tónleikaferð um Belgíu

Íslensk-belgíska hljómsveitin Mógil er á leiðinni í tónleikaferð um Belgíu í febrúar. Sveitin spilar tilraunakennda djasstónlist með þjóðlegu, klassísku ívafi og hlaut fyrsta plata hennar, Ró, tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár.

Lífið

Tomkat vilja bæði leika á sviði

Stjörnuparið Tom Cruise og Katie Holmes íhugar nú að flytja til London. Ástæðan er sú að þau vilja bæði taka að sér hlutverk í leikritum á West End.

Lífið

Benjamin með 13 Óskarstilnefningar

Rómantíska fantasían The Curious Case of Benjamin Button hlaut þrettán tilnefningar til Óskarsverðlaunanna í ár. Næst á eftir kom Slumdog Millionaire með tíu tilnefningar.

Lífið

Yfirgefur Bad Seeds

Mick Harvey, einn af stofn­endum hljómsveitarinnar Nick Cave and the Bad Seeds, hefur ákveðið að yfirgefa hljómsveitina. „Af ýmsum persónulegum og öðrum ástæðum hef ég ákveðið að hætta samstarfi mínu við Nick Cave & the Bad Seeds,“ sagði í yfirlýsingu frá Harvey. „Eftir 25 ár yfirgef ég hljómsveitina á einum af mörgum hápunktum hennar; í mjög heilbrigðu ásigkomulagi og með frábærar framtíðarhorfur.“

Lífið

Raunveruleikaþáttur um Ásdísi Rán í bígerð

„Það er svo sem engin merkileg ástæða. Ég bara er í smá hvíld," svarar Ásdís Rán aðspurð um ástæðuna fyrir því að hún er hætt að blogga. „Þrátt fyrir það hef ég tekið eftir mörgum bloggurum þar sem fólk kvartar undan athyglinni sem ég fæ í fjölmiðlum og kanski ekki alveg ástæðan hjá mér með þessu bloggi að vera pirra fólk heldur frekar aðstoða," segir Ásdís Rán og hlær.

Lífið

Lögregla keyrði á tónlistarmann

„Ég stóð þarna og var að láta skoðun mína í ljós, án ofbeldis af nokkru tagi, og uppskar lögreglubíl í fangið og kylfu í bakið,“ segir Árni Rúnar Hlöðversson, tónlistarmaður og meðlimur í hljómsveitinni FM Belfast. Árni segir lögreglubíl með fanga innanborðs hafa keyrt á sig á leið frá Alþingishúsinu í mótmælunum á þriðjudag.

Lífið

Eurobandið verðlaunað

Friðrik Ómar og Regína Ósk voru heiðruð fyrir hönd Euro­bandsins í sannkallaðri Euro­vision-veislu sem haldin var í München á laugardaginn. Þessi árlega árshátíð Euro­vision-nörda stóð yfir í heilan dag og var haldin í glæsilegum salarkynnum Wirtshaus zum Isartal. Fólk alls staðar að úr Evrópu mætti til að berja Euro­vision-stjörnurnar augum en yfir tvö hundruð manns fylltu salinn.

Lífið

Íslensk sveit í fótspor Franz Ferdinand

Indísveitin Who Knew er stödd í Berlín þar sem hún heldur tónleika á Roter Salon, sem er með vinsælli tónleikastöðum í borginni. Á meðal hljómsveita sem hafa spilað þar er hin breska Franz Ferdinand.

Lífið

Enn til peningar fyrir íslenska tónlistarmenn

Íslenskt tónlistarlíf, poppið og rokkið ekki síður en annað, hefur á undanförnum árum verið að miklu leyti styrkt af stórfyrirtækjum og auðjöfrum. Nú, þegar heldur betur kreppir að, er spurning hvernig spilast úr.

Lífið

Stundar jóga í flugvél

Uma Thurman kom farþegum á óvart þegar hún hóf að stunda jógaæfingar í flugi milli New York og Salt Lake City í Utah nýverið. Samkvæmt heimildum dagblaðsins New York Post stóð leikkonan upp og fór að gera jógaæfingar í gangveginum milli sætanna, og notaði vagn einnar flugfreyjunnar sem slá á meðan hún teygði á og gerði hnébeygjur í tuttugu mínútur.

Lífið

Leitar að arftökum Quarashi

Athafnamaðurinn Steinar Jónsson leitar þessa dagana að arftökum rappsveitarinnar vinsælu Quarashi. Hann hefur stofnað hljóðverið Stúdíó Róm ásamt félögum sínum og vonast til lokka þangað hæfileikaríka tónlistarmenn, þar á meðal sjóðheita rappara.

Lífið

Jón Gnarr í leikritalestur

Jóni Gnarr er margt til lista lagt: á sunnudaginn leggst hann í leikritalestur og ræðir um Dúfnaveislu Halldórs Laxness, smásöguna úr Sjöstafakverinu og leikritið sem af henni er sprottið.

Lífið

Aldrei fór ég á Rex um helgina

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég á Rex verður haldin á þremur stöðum um helgina. Um er að ræða órafmagnaða hátíð þar sem tæplega fjörutíu tónlistaratriði verða kynnt til sögunnar. Verða þau mestmegnis í höndum trúbadora.

Lífið

Karate Kid ósáttur við endurgerð

Ralph Macchio, sem lék aðalhlutverkið í Karate Kid á níunda áratugnum, vill ekki að myndin verði endurgerð. Hann er ánægður með að aðdáendur fyrstu myndanna hafi mótmælt endurgerðinni. „Það er gott ef fólki finnst að menn eigi ekki að snerta við ákveðnum hlutum. Stundum gera menn það en hefðu kannski betur sleppt því,“ sagði hinn 47 ára Macchio. „Að mínu mati verður erfiðast að fylla skarð Hr. Miyagi og ná fram þeim töfrum sem sú persóna hafði yfir að ráða.“ Jackie Chan mun líklega leika Hr. Miyagi og sonur Wills Smith leikur karatestrákinn.

Lífið

Leika ástfangið par

Jim Carrey og Ewan McGregor leika ástfangið par í svörtu kómedíunni I Love You Phillip Morris sem var frumsýnd á Sun­dance-kvikmyndahátíðinni fyrir skömmu.

Lífið

Landslið tengt hommamynd

Ísland er stundum ekki alveg jafn stórt og íbúar þess vilja láta. Það sannast kannski best í spænsku myndbandablaði.

Lífið

Stjörnurnar heiðra Nick Drake

Eddie Vedder, söngvari Pearl Jam, Dave Grohl úr Foo Fighters og Norah Jones eru á meðal þeirra sem syngja á nýrri plötu til heiðurs enska tónlistarmanninum Nick Drake.

Lífið

Neistaflugið enn til staðar

Titanic-parið Kate Winslet og Leonardo DiCaprio leiða aftur saman hesta sína í hinni dramatísku Revolutionary Road sem verður frumsýnd á morgun. Mörgum er eflaust enn í fersku minni ástarsamband Winslet og DiCaprio í hinni ógnarvinsælu Titanic árið 1997. Neistaflugið á milli þeirra var umtalað og átti tvímælalaust stóran þátt í vinsældum myndarinnar.

Lífið

Gúrúinn með sjö tilnefningar

Hin misheppnaða gamanmynd Mike Myers, The Love Guru, hefur fengið sjö tilnefningar til Razzies-verðlaunanna. Um skammarverðlaun er að ræða þar sem verstu kvikmyndir og leikarar ársins fá viðurkenningar.

Lífið

Mínus sver eið

Að sögn Krumma er nú „geðveikur æsingur“ í hljómsveitinni Mínus að setja allt í gang á ný eftir pásu. „Við höfum svarið þess eið að koma með nýja plötu á þessu ári,“ segir söngvarinn. „Það er mikill metnaður í okkur og við erum byrjaðir að hittast og ræða málin. Næst á dagskrá er bara að hendast í hús, semja, æfa og koma sér í gírinn.“

Lífið