Lífið

Jón Gnarr í leikritalestur

Jón Gnarr skoðar Dúfnaveislu Halldórs Laxness á sunnudag.
Jón Gnarr skoðar Dúfnaveislu Halldórs Laxness á sunnudag.
Jóni Gnarr er margt til lista lagt: á sunnudaginn leggst hann í leikritalestur og ræðir um Dúfnaveislu Halldórs Laxness, smásöguna úr Sjöstafakverinu og leikritið sem af henni er sprottið. Verkið var frumsýnt hjá Leikfélagið Reykjavíkur 1966 og útgefið sama ár. Í því segir frá fátækum buxnapressara sem efnast ótæpilega því hann eyðir engu af því sem hann aflar. Í verkinu mætast andinn og efnið, tveir öndverðir heimar: Annars vegar er fábrotinn heimur mannúðar, lítillætis og nægjusemi, hins vegar er íburðarmikill heimur peningahyggju og siðblindra viðskiptahagsmuna. Verkið var flutt öðru sinni hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1991 og hefur einnig verið leikið hjá áhugafélögum. Þannig kom Ingvar Sigurðsson fram í fyrsta sinn hér í Reykjavík í gestaleik Leikfélags Borgarness í hlutverki Rögnvalds Reykils, mannsins sem stingur af úr landi með alla peninga pressarans sem að honum hafa sankast á langri ævi og hann lítur á sem óþrif af fálæti.

Bókmenntafyrirlestur Jóns verður á sunnudag í Gljúfrasteini og hefst kl. 16. Þar mun Jón fjalla um þessi umfjöllunarefni frá eigin brjósti.

Verk mánaðarins er haldið síðasta sunnudag í mánuði kl. 16.00.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.