Lífið

Karate Kid ósáttur við endurgerð

Ralph Macchio, sem lék aðalhlutverkið í Karate Kid á níunda áratugnum, vill ekki að myndin verði endurgerð. Hann er ánægður með að aðdáendur fyrstu myndanna hafi mótmælt endurgerðinni. „Það er gott ef fólki finnst að menn eigi ekki að snerta við ákveðnum hlutum. Stundum gera menn það en hefðu kannski betur sleppt því," sagði hinn 47 ára Macchio. „Að mínu mati verður erfiðast að fylla skarð Hr. Miyagi og ná fram þeim töfrum sem sú persóna hafði yfir að ráða." Jackie Chan mun líklega leika Hr. Miyagi og sonur Wills Smith leikur karatestrákinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.