Lífið

Leika ástfangið par

Jim Carrey og Ewan McGregor kyssast í svörtu kómedíunni I Love You Phillip Morris.
Jim Carrey og Ewan McGregor kyssast í svörtu kómedíunni I Love You Phillip Morris.
Jim Carrey og Ewan McGregor leika ástfangið par í svörtu kómedíunni I Love You Phillip Morris sem var frumsýnd á Sun­dance-kvikmyndahátíðinni fyrir skömmu.

Myndin fjallar um svindlara frá Texas (Carrey) sem er stungið í fangelsi og verður ástfanginn af klefafélaga sínum (McGregor). Hún er byggð á sönnum atburðum og er fyrsta leikstjórnarverkefni þeirra Glenns Ficarra og Johns Requa, sem eru þekktastir fyrir handrit sitt að Bad Santa.

I Love You Phillip Morris fær prýðilega dóma á heimasíðu Variety. Þar segir að Jim Carrey leiki sitt flóknasta grínhlutverk síðan í The Cable Guy. „Persóna hans er svo glæpsamleg og samkynhneigð að áhorfendur geta ekki annað en hlegið og á sama tíma verið í sjokki,“ segir gagnrýnandinn. „Hið hráa handrit Glenns Ficarra og Johns Requa og það hversu samband Carreys og Ewans McGregor er opinskátt gæti dregið úr vinsældum myndarinnar en forvitnin um „umbreytingu“ Carreys mun örugglega fá fullt af fólki í bíó.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.