Lífið

Gúrúinn með sjö tilnefningar

Hin misheppnaða gamanmynd Mikes Myers fékk sjö tilnefningar til Razzies-verðlaunanna.
Hin misheppnaða gamanmynd Mikes Myers fékk sjö tilnefningar til Razzies-verðlaunanna.
Hin misheppnaða gamanmynd Mike Myers, The Love Guru, hefur fengið sjö tilnefningar til Razzies-verðlaunanna. Um skammarverðlaun er að ræða þar sem verstu kvikmyndir og leikarar ársins fá viðurkenningar.

Myers var tilnefndur fyrir leik sinn í myndinni ásamt mótleikurunum Jessicu Alba, Sir Ben Kingsley og dvergnum Verne Troyer. The Love Guru var einnig tilnefnd sem versta myndin ásamt The Happening, The Hottie and the Nottie, Disaster Movie, Meet the Spartans og In the Name of the King. „Sá fjöldi tilnefninga sem Love Guru fékk var viðeigandi miðað við hversu persónulegt verkefni þetta var fyrir Myers. Hann lék ekki aðeins aðalhlutverkið heldur samdi handritið og framleiddi myndina,“ sagði John Wilson, upphafsmaður Razzies. „Ég held að fólk sé orðið þreytt á honum. Hann hefur ekki leikið í góðri mynd í langan tíma.“

Hótelerfinginn Paris Hilton fékk þrjár tilnefningar og þau Cameron Diaz, Eddie Murphy og sjálfur Al Pacino fengu tvær tilnefningar. Verðlaunin verða afhent 21. febrúar, eða degi á undan Óskarnum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.