Lífið

Stjörnurnar heiðra Nick Drake

Söngvari Pearl Jam kemur fram á nýrri plötu til heiðurs tónlistarmanninum Nick Drake.
Söngvari Pearl Jam kemur fram á nýrri plötu til heiðurs tónlistarmanninum Nick Drake.
Eddie Vedder, söngvari Pearl Jam, Dave Grohl úr Foo Fighters og Norah Jones eru á meðal þeirra sem syngja á nýrri plötu til heiðurs enska tónlistarmanninum Nick Drake.

Platan kemur út hjá útgáfufyrirtækinu Brushfire Records sem er í eigu Jack Johnson, sem mun einnig syngja á plötunni. Heimildarmynd um upptökurnar verður gefin út með plötunni á DVD-diski. Á honum verður einnig myndefni með hinum sáluga Heath Ledger þar sem hann syngur lag Drake, Black Eyed Dog. Drake var lítt þekktur þegar hann lést árið 1974 úr ofneyslu eiturlyfja aðeins 26 ára. Síðan þá hefur vegur hans vaxið jafnt og þétt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.