Lífið

Raunveruleikaþáttur um Ásdísi Rán í bígerð

Garðar Gunnlaugsson og Ásdís Rán.
Garðar Gunnlaugsson og Ásdís Rán.

„Það er svo sem engin merkileg ástæða. Ég bara er í smá hvíld," svarar Ásdís Rán aðspurð um ástæðuna fyrir því að hún er hætt að blogga.

„Þrátt fyrir það hef ég tekið eftir mörgum bloggurum þar sem fólk kvartar undan athyglinni sem ég fæ í fjölmiðlum og kannski ekki alveg ástæðan hjá mér með þessu bloggi að vera að pirra fólk heldur frekar aðstoða og leyfa fjölskyldu og öðrum að fylgjast með því sem ég tek mér fyrir hendur," segir Ásdís Rán.

Fyrirsætustörf

„Ég var rétt í þessu að koma úr mátun fyrir myndatöku á mánudaginn. Hún er fyrir forsíðuna á aðal brúðar-blaðinu hérna. Svo í dag er ég búin að vera að máta ótrúlega kjóla eftir þekktustu hönnuðina í Búlgaríu."

„Mig langar helst að giftast Garðari aftur núna," bætir hún við.

Raunveruleikaþáttur í bígerð

„Núna er ég að vinna í gerð sjónvarpsþáttar sem NOVA TV er að byrja að taka upp. Þetta er þáttur um okkur Garðar. Eins konar „Footballerswifes." Þetta er svona raunveruleika-documentary."

„Þar fylgja þeir mér eftir í daglegri rútínu. Þetta verða þriggja til fjögurra klukkustunda þættir sem fara í sýningu í mars, " segir Ásdís Rán að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.