Lífið

Stundar jóga í flugvél

Uma Thurman segir æfingar og verslunarferðir hjálpa sér að slaka á en mörgum var brugðið þegar hún hóf að gera jógaæfingar í flugi nýverið.
Uma Thurman segir æfingar og verslunarferðir hjálpa sér að slaka á en mörgum var brugðið þegar hún hóf að gera jógaæfingar í flugi nýverið.
Uma Thurman kom farþegum á óvart þegar hún hóf að stunda jógaæfingar í flugi milli New York og Salt Lake City í Utah nýverið. Samkvæmt heimildum dagblaðsins New York Post stóð leikkonan upp og fór að gera jógaæfingar í gangveginum milli sætanna, og notaði vagn einnar flugfreyjunnar sem slá á meðan hún teygði á og gerði hnébeygjur í tuttugu mínútur.

Flestir farþeganna reyndu kurteislega að horfa í aðra átt á meðan hin 38 ára Thurman gerði æfingarnar, sem þeir töldu eflaust hluta af heilsusamlegu líferni leikkonunnar. Mörgum var því brugðið þegar vélin lenti og Thurman rauk út til að kveikja sér í sígarettu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.