Lífið Danir elska og hata Tryggðarpant Auðar „Bókin er skrifuð í Danmörku og er innblásin af umræðunni þar. Danir eru svo klofin þjóð, þar er allt annaðhvort eða,“ segir Auður Jónsdóttir en bók hennar Tryggðarpantur eða Depositum, eins og hún heitir á dönsku, kom nýverið út í Danmörku. Lífið 6.1.2010 06:00 Emilíana tengir upp á nýtt Tónleikaferð Emilíönu Torrini um heiminn heldur áfram á fullum dampi. Þessa dagana er hún í Ástralíu og spilar í Brisbane í kvöld. Í gærkvöldi lék hún á hinum fornfræga tónleikastað The Enmore í Sydney. Íslendingar eru með í för, Sigtryggur Baldursson, Pétur Hallgrímsson gítarleikari og Lay Low, sem spilar á bassa með Emilíönu og hitar auk þess upp. Tónleikarnir hafa gengið vel, allstaðar troðfullt og fólk syngur með í lögunum. Lífið 6.1.2010 05:30 Væmið ljóðaslamm í febrúar Þriðja ljóðaslamm Borgarbókasafns Reykjavíkur verður haldið föstudaginn 12. febrúar í aðalsafninu í Tryggvagötu. Að þessu sinni er þemað „væmni“, sem ætti að bjóða upp á fjölbreyttar hugleiðingar – fjarri kreppu og barlómi. Sem fyrr er ljóðaslammið ætlað ungu fólki og er skilgreint á afar opinn hátt sem eins konar ljóðagjörningur. Áherslan er ekki síður lögð á flutninginn en á ljóðið sjálft. Eina krafan er að flutt sé frumsamið ljóð eða stuttur prósi og hafa þátttakendur sýnt dansverk, ör-leikþætti, rapp, söng og leiklesin ljóð með myndefni svo eitthvað sé nefnt. Hefðbundinn ljóðaupplestur telst ekki vera ljóðaslamm. Lífið 6.1.2010 04:30 Hinn árlegi Jólasveinagjörningur Listamennirnir Ásmundur Ásmundsson og Ragnar Kjartansson standa fyrir sínum árlega Jólasveinagjörningi á þrettándanum í Kling og Bang gallerí kl. 17.30 í dag. Þeir hafa staðið fyrir sams konar gjörningum á hverju ári síðustu átta árin. Þeir koma gestum verulega á óvart með hressilegu jólaskensi og hver veit nema Bjúgnakrækir og Kertasníkir kíki í heimsókn. Fólk er hvatt til að taka börnin sín með og gleyma ekki jólaskapinu heima. Í dag er jú síðasti séns til að eiga góða jólastund. Lífið 6.1.2010 04:00 Sigga spákona: Það lenda margir illa í því - myndband „Mér líst svo vel á þetta ár," sagði Sigríður Klingenberg spákona þegar hún kíkti í kristalkúluna sína í sjónvarpsþættinum Ísland í dag í gær. „Nú getum við flutt út hægri vinstri. Það verður mikill usli í stjórnmálunum og það eru ekki öll kurl komin til grafar." „Það lenda margir illa í því og því er mikilvægt að brosa og setja ást í augun til fólks og gefa faðmlag," sagði Sigríður meðal annars. Lífið 5.1.2010 16:00 Nýársfagnaður á Borginni - myndband Glys og glamúr var ríkjandi á Hótel Borg á fagnaði sem haldinn var á nýársdag. „Já það var svo mikið 2007 að mæta hérna og ég hef bara haldið því áfram. Það sem er skemmtilegt er að þetta er mikið sama fólkið og maður þekkir langflesta," sagði Sveinn Andri Sveinsson sem sjá má meðal annars í meðfylgjandi myndskeiði sem birtist í Ísland í dag. Lífið 5.1.2010 15:00 Gleðigjafi Bylgjunnar - myndir Morgunþátturinn í Bítið stendur nú í þriðja sinn fyrir vali á Gleðigjafa ársins 2009. Lífið 5.1.2010 11:30 Ekki datt stelpugreyið á dansgólfið? - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá ATG's Do-One, sem er einn heitasti raftónlistarhópurinn í London um þessar mundir sem trónir þar á toppi klúbbasenunnar, á skemmtistaðnum Nasa 2. janúar stíðastliðinn. Lífið 5.1.2010 10:45 Áramótadjamm í Reykjavíkurborg - myndir Eins og meðfylgjandi myndir, sem teknar voru í borginni um áramótin, fagnaði unga fólkið nýju ári meðal annars á skemmtistöðunum Broadway og Austur. Það fer ekkert á milli mála að fólkið skemmtir sér. LJósmyndarinn Sveinbi hjá superman.is tók myndirnar. Lífið 5.1.2010 08:15 60% veðja á að Óli skrifi undir „Það er óhætt að segja að veðmálið hafi vakið mikla athygli. Um hundrað manns tóku þátt á tveimur dögum,“ segir Lárus Páll Ólafsson, sem sér um markaðsmál fyrir Betsson-vefspilavítið á Íslandi. Lífið 5.1.2010 06:45 Geir Ólafs gefur út óperuplötu „Það er fyrst og fremst mikill heiður að fá að vinna með svona mönnum eins og Kristjáni Jóhannsyni,“ segir Geir Ólafsson. Hann hyggst gefa út óperuplötu um næstu jól og upptökustjóri verður sjálfur Kristján Jóhannsson, einn fremsti tenór landsins og þótt víðar væri leitað. Lífið 5.1.2010 06:00 Sigmundur Ernir var leikinn af Ljótum hálfvita „Ég fattaði ekki hversu vel ég náði honum fyrr en ég sá prufuefni. Þá brá mér allsvakalega!,“ segir Hannes Óli Ágústsson, sem fór á kostum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í Skaupinu. Sjálfur sagði Sigmundur Davíð í viðtali að það væri skrítið að feitasti leikarinn léki hann alltaf. Lífið 5.1.2010 06:00 Nokkur stórafmæli í kortunum Ef að líkum lætur verður árið viðburðaríkt, enda er þetta afmælisár fyrir marga. Til dæmis verður Páll Óskar fertugur, fjörutíu ár sömuleiðis verða síðan Stuðmenn komu fram í fyrsta skipti og fjörutíu ár verða síðan Listahátíð í Reykjavík var haldin fyrst. Þá verða þrjátíu ár liðin síðan Bubbi Morthens sló í gegn því bæði Ísbjarnarblús og Geislavirkir Utangarðsmanna komu út 1980. En á að halda upp á þetta? Lífið 5.1.2010 05:30 Jól í Jemen og áramót við bakka nílarfljóts „Það eru engin jól í íslamska lýðveldinu Jemen! Ekki frekar en Eid-hátíðir á Íslandi. Aðfangadagur var eins og hver annar fimmtudagur,“ segir ljósmyndarinn Egill Bjarnason. Lífið 4.1.2010 04:30 Handritsstyrkur vegna Davíðs Baldvin Kári Sveinbjörnsson, hefur fengið handritsstyrk frá Kvikmyndasjóði Íslands vegna kvikmyndar í fullri lengd sem ber heitið Davíð. „Þetta er eiginlega uppvaxtarsaga fimmtán ára unglingsstráks sem heitir Davíð og er að takast á við kynhneigð sína,“ segir Baldvin Kári, sem steig sín fyrstu spor í kvikmyndagerð í sjónvarpsþáttunum Hjartsláttur á Skjá einum. Núna stundar hann nám í leikstjórn og handritagerð í Columbia-háskólanum í New York. Þar hefur hann lokið þremur árum og býst við að klára tvö til viðbótar. „Þetta hefur gengið vel. Fyrstu tvö árin var ég í mjög stífu prógrammi með mikilli vinnu en núna hefur maður meiri frjálsan tíma í að vinna sjálfstætt að verkefnum.“ Lífið 4.1.2010 04:00 Ronnie drekkur Samkvæmt News of the World er Ronnie Wood á góðri leið með að drekka sig í hel. Og hafa vinir og vandamenn miklar áhyggjur af honum, þá sérstaklega fyrrum eiginkona hans, Jo Wood og börnin þeirra tvö. News of the World heldur því fram að liðsmaður The Rolling Stones drekki tvær flöskur af vodka á hverjum degi og hann sé að rústa eigin lífi. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum skildi Ronnie við eiginkonu sína og tók saman við rússnesku fyrirsætuna Ekaterinu. Því sambandi lauk með miklum látum þegar fyrirsætan unga kærði Ronnie fyrir heimilisofbeldi. News of the World hefur eftir henni að hún hafi hreinlega óttast um líf sitt og að hún hafi verið svo óhamingjusöm að hún hafi íhugað sjálfsmorð. Lífið 4.1.2010 03:30 Ástaróður til eiginmannsins „Þetta er samið til hans. Maður er svo rómantískur,“ segir söngkonan Kolbrún Eva Viktorsdóttir sem tekur þátt í Eurovison í fyrsta sinn níunda janúar. Lagið sem hún syngur nefnist You Are The One, eða Þú ert sá eini rétti, og fjallar um eiginmann hennar og lagahöfundinn Harald Gunnar Ásmundsson. Saman mynda þau hljómsveitina Myst sem gaf út sína fyrstu plötu fyrir fjórum árum. Lífið 4.1.2010 03:00 Kvikmyndatónlist fylgir frelsi Gunnlaug Þorvaldsdóttir samdi tónlistina fyrir stuttmyndina A‘mare sem var meðal annars sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í janúar síðastliðinn. Myndin er í leikstjórn Martina Amati og fjallar um tvo drengi sem fara á haf út og ætla sér að veiða „þann stóra“. Lífið 4.1.2010 02:30 Opnaði nýja heilsuræktarstöð Líkamsræktarþjálfarinn Sigríður Halldóra Matthíasdóttir, betur þekkt sem Sigga Dóra, hefur opnað nýja heilsumiðstöð að Stórhöfða 17 í Reykjavík. Opið hús er hjá Heilsumiðstöðinni til klukkan sex í dag og eru allir velkomnir. Gestum mun m.a. gefast kostur á að smakka á heilsudrykkjum og fara í ókeypis brennslumælingu. Lífið 3.1.2010 14:46 Besta plata ársins valin: Terminal best Önnur plata hljómsveitarinnar Hjaltalín er besta plata ársins samkvæmt niðurstöðum tuttugu manna dómnefndar úr bransanum sem Fréttablaðið fékk til að leggja mat á íslenskar plötur ársins. Fjórða plata Hjálma, IV, fylgdi fast á hæla Hjaltalín, en nokkru neðar komu plötur Kimono, Blood group og Dikta. Lífið 2.1.2010 06:00 Hannaði skyrtuskraut sem kreppulausn Tanja Sif Árnadóttir hannar skyrtuskraut fyrir herra og konur undir heitinu tANJA fOREVER. Skrautið er fáanlegt í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Lífið 2.1.2010 05:00 Fullt á hundahóteli um jólin Fullt var á Hundahótelinu á Leirum yfir hátíðarnar og að sögn Hreiðars Karlssonar, eiganda hótelsins, hefur það verið svo undanfarin ár. Lífið 2.1.2010 04:00 Slæmir nágrannar Leikarinn Mark Wahlberg er ósáttur við það að Beckham-fjölskyldan hafi flutt í götuna hans þar sem hann segir mikið ónæði fylgja henni. „Beckham-fjölskyldan! Ég bjó í rólegri götu þar til David flutti þangað með fjölskyldu sína. Skyndilega er allt krökkt af ljósmyndurum í hverfinu. Þeir elta alla þá bíla sem keyra niður götuna. Ég er ekki að segja að Beckham eigi að flytja burt, ég er bara ekki viss af hverju þau komu hingað til að byrja með. Við höfum engan áhuga á fótbolta. Það er borin von að Bandaríkjamenn fái áhuga á að horfa á níutíu mínútna langan leik þar sem menn hlaupa um en lítið gerist. Takk fyrir að reyna, en við munum halda okkur við hafna- og körfubolta,“ sagði leikarinn, heldur súr í bragði. Lífið 2.1.2010 03:45 Rændir og grýttir í Amsterdam „Við vorum með nokkrar evrur til að koma okkur á hótelið og það kemur einhver arabi með gulltönn. Hann segir okkur að fara inn í bílinn.“ Lífið 2.1.2010 03:00 Mikið stuð á Mömmu Gógó Kvikmyndin Mamma Gógó eftir Friðrik Þór var frumsýnd í gær en blásið var til sérstakrar hátíðarsýningar í Háskólabíói þann 30. desember þar sem margt var um manninn. Lífið 2.1.2010 03:00 Best og verst á árinu Megan Fox var kosin versta leikkona ársins 2009 af notendum vefsíðunnar Moviefone, hún var einnig valin kynþokkafyllsta leikkonan. Það kemur líklega fáum á óvart að almenningur kaus kvikmyndina New Moon sem vinsælustu mynd ársins, í öðru sæti var stórmyndin Avatar í leikstjórn James Cameron. Lífið 2.1.2010 03:00 Fóru á kostum á Litla-Hrauni Mið-Ísland gamanhópurinn og hljómsveitin Hjaltalín gerðu sér ferð austur fyrir fjall um jólin og skemmtu föngum á Litla-Hrauni. Lífið 2.1.2010 03:00 Erfitt í Hollywood Leikkonan Natalie Portman sagði í viðtali við þýskt tímarit að það væri henni nauðsynlegt að eiga stuðning foreldra sinna. Portman sagði að það væri vegna þeirra sem hún hefði styrk til að takast á við duttlunga Hollywood. „Fjölskylda mín og vinir hafa alltaf verið til staðar fyrir mig og það er mér mikilvægt því í Hollywood skiptast á skin og skúrir. Einn daginn er verið að hrósa manni og næsta dag er verið að rífa þig niður. Það er mjög lýjandi fyrir mann,“ sagði Natalie. Lífið 2.1.2010 02:00 Megasætar á síðasta sjens - myndir Beefeater kynnti „Síðasti sjens", sem eru litlu áramótin með FM Belfast og Retro Stefson, sem haldin voru á skemmtistaðnum Nasa 30. desember síðastliðinn. Stóðu þessar stórhljómsveitir sig prýðilega og var fullt hús af megasætu kvenfólki og körlum sem skemmtu sér vel eins og sést greinilega á meðfylgjandi myndum. Lífið 1.1.2010 10:00 Bergþór Pálsson: Ég verð alltaf svolítið meyr um áramót Lífið 31.12.2009 18:00 « ‹ ›
Danir elska og hata Tryggðarpant Auðar „Bókin er skrifuð í Danmörku og er innblásin af umræðunni þar. Danir eru svo klofin þjóð, þar er allt annaðhvort eða,“ segir Auður Jónsdóttir en bók hennar Tryggðarpantur eða Depositum, eins og hún heitir á dönsku, kom nýverið út í Danmörku. Lífið 6.1.2010 06:00
Emilíana tengir upp á nýtt Tónleikaferð Emilíönu Torrini um heiminn heldur áfram á fullum dampi. Þessa dagana er hún í Ástralíu og spilar í Brisbane í kvöld. Í gærkvöldi lék hún á hinum fornfræga tónleikastað The Enmore í Sydney. Íslendingar eru með í för, Sigtryggur Baldursson, Pétur Hallgrímsson gítarleikari og Lay Low, sem spilar á bassa með Emilíönu og hitar auk þess upp. Tónleikarnir hafa gengið vel, allstaðar troðfullt og fólk syngur með í lögunum. Lífið 6.1.2010 05:30
Væmið ljóðaslamm í febrúar Þriðja ljóðaslamm Borgarbókasafns Reykjavíkur verður haldið föstudaginn 12. febrúar í aðalsafninu í Tryggvagötu. Að þessu sinni er þemað „væmni“, sem ætti að bjóða upp á fjölbreyttar hugleiðingar – fjarri kreppu og barlómi. Sem fyrr er ljóðaslammið ætlað ungu fólki og er skilgreint á afar opinn hátt sem eins konar ljóðagjörningur. Áherslan er ekki síður lögð á flutninginn en á ljóðið sjálft. Eina krafan er að flutt sé frumsamið ljóð eða stuttur prósi og hafa þátttakendur sýnt dansverk, ör-leikþætti, rapp, söng og leiklesin ljóð með myndefni svo eitthvað sé nefnt. Hefðbundinn ljóðaupplestur telst ekki vera ljóðaslamm. Lífið 6.1.2010 04:30
Hinn árlegi Jólasveinagjörningur Listamennirnir Ásmundur Ásmundsson og Ragnar Kjartansson standa fyrir sínum árlega Jólasveinagjörningi á þrettándanum í Kling og Bang gallerí kl. 17.30 í dag. Þeir hafa staðið fyrir sams konar gjörningum á hverju ári síðustu átta árin. Þeir koma gestum verulega á óvart með hressilegu jólaskensi og hver veit nema Bjúgnakrækir og Kertasníkir kíki í heimsókn. Fólk er hvatt til að taka börnin sín með og gleyma ekki jólaskapinu heima. Í dag er jú síðasti séns til að eiga góða jólastund. Lífið 6.1.2010 04:00
Sigga spákona: Það lenda margir illa í því - myndband „Mér líst svo vel á þetta ár," sagði Sigríður Klingenberg spákona þegar hún kíkti í kristalkúluna sína í sjónvarpsþættinum Ísland í dag í gær. „Nú getum við flutt út hægri vinstri. Það verður mikill usli í stjórnmálunum og það eru ekki öll kurl komin til grafar." „Það lenda margir illa í því og því er mikilvægt að brosa og setja ást í augun til fólks og gefa faðmlag," sagði Sigríður meðal annars. Lífið 5.1.2010 16:00
Nýársfagnaður á Borginni - myndband Glys og glamúr var ríkjandi á Hótel Borg á fagnaði sem haldinn var á nýársdag. „Já það var svo mikið 2007 að mæta hérna og ég hef bara haldið því áfram. Það sem er skemmtilegt er að þetta er mikið sama fólkið og maður þekkir langflesta," sagði Sveinn Andri Sveinsson sem sjá má meðal annars í meðfylgjandi myndskeiði sem birtist í Ísland í dag. Lífið 5.1.2010 15:00
Gleðigjafi Bylgjunnar - myndir Morgunþátturinn í Bítið stendur nú í þriðja sinn fyrir vali á Gleðigjafa ársins 2009. Lífið 5.1.2010 11:30
Ekki datt stelpugreyið á dansgólfið? - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá ATG's Do-One, sem er einn heitasti raftónlistarhópurinn í London um þessar mundir sem trónir þar á toppi klúbbasenunnar, á skemmtistaðnum Nasa 2. janúar stíðastliðinn. Lífið 5.1.2010 10:45
Áramótadjamm í Reykjavíkurborg - myndir Eins og meðfylgjandi myndir, sem teknar voru í borginni um áramótin, fagnaði unga fólkið nýju ári meðal annars á skemmtistöðunum Broadway og Austur. Það fer ekkert á milli mála að fólkið skemmtir sér. LJósmyndarinn Sveinbi hjá superman.is tók myndirnar. Lífið 5.1.2010 08:15
60% veðja á að Óli skrifi undir „Það er óhætt að segja að veðmálið hafi vakið mikla athygli. Um hundrað manns tóku þátt á tveimur dögum,“ segir Lárus Páll Ólafsson, sem sér um markaðsmál fyrir Betsson-vefspilavítið á Íslandi. Lífið 5.1.2010 06:45
Geir Ólafs gefur út óperuplötu „Það er fyrst og fremst mikill heiður að fá að vinna með svona mönnum eins og Kristjáni Jóhannsyni,“ segir Geir Ólafsson. Hann hyggst gefa út óperuplötu um næstu jól og upptökustjóri verður sjálfur Kristján Jóhannsson, einn fremsti tenór landsins og þótt víðar væri leitað. Lífið 5.1.2010 06:00
Sigmundur Ernir var leikinn af Ljótum hálfvita „Ég fattaði ekki hversu vel ég náði honum fyrr en ég sá prufuefni. Þá brá mér allsvakalega!,“ segir Hannes Óli Ágústsson, sem fór á kostum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í Skaupinu. Sjálfur sagði Sigmundur Davíð í viðtali að það væri skrítið að feitasti leikarinn léki hann alltaf. Lífið 5.1.2010 06:00
Nokkur stórafmæli í kortunum Ef að líkum lætur verður árið viðburðaríkt, enda er þetta afmælisár fyrir marga. Til dæmis verður Páll Óskar fertugur, fjörutíu ár sömuleiðis verða síðan Stuðmenn komu fram í fyrsta skipti og fjörutíu ár verða síðan Listahátíð í Reykjavík var haldin fyrst. Þá verða þrjátíu ár liðin síðan Bubbi Morthens sló í gegn því bæði Ísbjarnarblús og Geislavirkir Utangarðsmanna komu út 1980. En á að halda upp á þetta? Lífið 5.1.2010 05:30
Jól í Jemen og áramót við bakka nílarfljóts „Það eru engin jól í íslamska lýðveldinu Jemen! Ekki frekar en Eid-hátíðir á Íslandi. Aðfangadagur var eins og hver annar fimmtudagur,“ segir ljósmyndarinn Egill Bjarnason. Lífið 4.1.2010 04:30
Handritsstyrkur vegna Davíðs Baldvin Kári Sveinbjörnsson, hefur fengið handritsstyrk frá Kvikmyndasjóði Íslands vegna kvikmyndar í fullri lengd sem ber heitið Davíð. „Þetta er eiginlega uppvaxtarsaga fimmtán ára unglingsstráks sem heitir Davíð og er að takast á við kynhneigð sína,“ segir Baldvin Kári, sem steig sín fyrstu spor í kvikmyndagerð í sjónvarpsþáttunum Hjartsláttur á Skjá einum. Núna stundar hann nám í leikstjórn og handritagerð í Columbia-háskólanum í New York. Þar hefur hann lokið þremur árum og býst við að klára tvö til viðbótar. „Þetta hefur gengið vel. Fyrstu tvö árin var ég í mjög stífu prógrammi með mikilli vinnu en núna hefur maður meiri frjálsan tíma í að vinna sjálfstætt að verkefnum.“ Lífið 4.1.2010 04:00
Ronnie drekkur Samkvæmt News of the World er Ronnie Wood á góðri leið með að drekka sig í hel. Og hafa vinir og vandamenn miklar áhyggjur af honum, þá sérstaklega fyrrum eiginkona hans, Jo Wood og börnin þeirra tvö. News of the World heldur því fram að liðsmaður The Rolling Stones drekki tvær flöskur af vodka á hverjum degi og hann sé að rústa eigin lífi. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum skildi Ronnie við eiginkonu sína og tók saman við rússnesku fyrirsætuna Ekaterinu. Því sambandi lauk með miklum látum þegar fyrirsætan unga kærði Ronnie fyrir heimilisofbeldi. News of the World hefur eftir henni að hún hafi hreinlega óttast um líf sitt og að hún hafi verið svo óhamingjusöm að hún hafi íhugað sjálfsmorð. Lífið 4.1.2010 03:30
Ástaróður til eiginmannsins „Þetta er samið til hans. Maður er svo rómantískur,“ segir söngkonan Kolbrún Eva Viktorsdóttir sem tekur þátt í Eurovison í fyrsta sinn níunda janúar. Lagið sem hún syngur nefnist You Are The One, eða Þú ert sá eini rétti, og fjallar um eiginmann hennar og lagahöfundinn Harald Gunnar Ásmundsson. Saman mynda þau hljómsveitina Myst sem gaf út sína fyrstu plötu fyrir fjórum árum. Lífið 4.1.2010 03:00
Kvikmyndatónlist fylgir frelsi Gunnlaug Þorvaldsdóttir samdi tónlistina fyrir stuttmyndina A‘mare sem var meðal annars sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í janúar síðastliðinn. Myndin er í leikstjórn Martina Amati og fjallar um tvo drengi sem fara á haf út og ætla sér að veiða „þann stóra“. Lífið 4.1.2010 02:30
Opnaði nýja heilsuræktarstöð Líkamsræktarþjálfarinn Sigríður Halldóra Matthíasdóttir, betur þekkt sem Sigga Dóra, hefur opnað nýja heilsumiðstöð að Stórhöfða 17 í Reykjavík. Opið hús er hjá Heilsumiðstöðinni til klukkan sex í dag og eru allir velkomnir. Gestum mun m.a. gefast kostur á að smakka á heilsudrykkjum og fara í ókeypis brennslumælingu. Lífið 3.1.2010 14:46
Besta plata ársins valin: Terminal best Önnur plata hljómsveitarinnar Hjaltalín er besta plata ársins samkvæmt niðurstöðum tuttugu manna dómnefndar úr bransanum sem Fréttablaðið fékk til að leggja mat á íslenskar plötur ársins. Fjórða plata Hjálma, IV, fylgdi fast á hæla Hjaltalín, en nokkru neðar komu plötur Kimono, Blood group og Dikta. Lífið 2.1.2010 06:00
Hannaði skyrtuskraut sem kreppulausn Tanja Sif Árnadóttir hannar skyrtuskraut fyrir herra og konur undir heitinu tANJA fOREVER. Skrautið er fáanlegt í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Lífið 2.1.2010 05:00
Fullt á hundahóteli um jólin Fullt var á Hundahótelinu á Leirum yfir hátíðarnar og að sögn Hreiðars Karlssonar, eiganda hótelsins, hefur það verið svo undanfarin ár. Lífið 2.1.2010 04:00
Slæmir nágrannar Leikarinn Mark Wahlberg er ósáttur við það að Beckham-fjölskyldan hafi flutt í götuna hans þar sem hann segir mikið ónæði fylgja henni. „Beckham-fjölskyldan! Ég bjó í rólegri götu þar til David flutti þangað með fjölskyldu sína. Skyndilega er allt krökkt af ljósmyndurum í hverfinu. Þeir elta alla þá bíla sem keyra niður götuna. Ég er ekki að segja að Beckham eigi að flytja burt, ég er bara ekki viss af hverju þau komu hingað til að byrja með. Við höfum engan áhuga á fótbolta. Það er borin von að Bandaríkjamenn fái áhuga á að horfa á níutíu mínútna langan leik þar sem menn hlaupa um en lítið gerist. Takk fyrir að reyna, en við munum halda okkur við hafna- og körfubolta,“ sagði leikarinn, heldur súr í bragði. Lífið 2.1.2010 03:45
Rændir og grýttir í Amsterdam „Við vorum með nokkrar evrur til að koma okkur á hótelið og það kemur einhver arabi með gulltönn. Hann segir okkur að fara inn í bílinn.“ Lífið 2.1.2010 03:00
Mikið stuð á Mömmu Gógó Kvikmyndin Mamma Gógó eftir Friðrik Þór var frumsýnd í gær en blásið var til sérstakrar hátíðarsýningar í Háskólabíói þann 30. desember þar sem margt var um manninn. Lífið 2.1.2010 03:00
Best og verst á árinu Megan Fox var kosin versta leikkona ársins 2009 af notendum vefsíðunnar Moviefone, hún var einnig valin kynþokkafyllsta leikkonan. Það kemur líklega fáum á óvart að almenningur kaus kvikmyndina New Moon sem vinsælustu mynd ársins, í öðru sæti var stórmyndin Avatar í leikstjórn James Cameron. Lífið 2.1.2010 03:00
Fóru á kostum á Litla-Hrauni Mið-Ísland gamanhópurinn og hljómsveitin Hjaltalín gerðu sér ferð austur fyrir fjall um jólin og skemmtu föngum á Litla-Hrauni. Lífið 2.1.2010 03:00
Erfitt í Hollywood Leikkonan Natalie Portman sagði í viðtali við þýskt tímarit að það væri henni nauðsynlegt að eiga stuðning foreldra sinna. Portman sagði að það væri vegna þeirra sem hún hefði styrk til að takast á við duttlunga Hollywood. „Fjölskylda mín og vinir hafa alltaf verið til staðar fyrir mig og það er mér mikilvægt því í Hollywood skiptast á skin og skúrir. Einn daginn er verið að hrósa manni og næsta dag er verið að rífa þig niður. Það er mjög lýjandi fyrir mann,“ sagði Natalie. Lífið 2.1.2010 02:00
Megasætar á síðasta sjens - myndir Beefeater kynnti „Síðasti sjens", sem eru litlu áramótin með FM Belfast og Retro Stefson, sem haldin voru á skemmtistaðnum Nasa 30. desember síðastliðinn. Stóðu þessar stórhljómsveitir sig prýðilega og var fullt hús af megasætu kvenfólki og körlum sem skemmtu sér vel eins og sést greinilega á meðfylgjandi myndum. Lífið 1.1.2010 10:00