Lífið

Rændir og grýttir í Amsterdam

Meðlimir Ultra MegaTechnobandsins Stefáns voru rændir í Amsterdam.
Meðlimir Ultra MegaTechnobandsins Stefáns voru rændir í Amsterdam.

„Við vorum með nokkrar evrur til að koma okkur á hótelið og það kemur einhver arabi með gulltönn. Hann segir okkur að fara inn í bílinn.“

Svona hefst ferðasaga Sigurðar Ásgeirs Ásgeirssonar, söngvara Ultra Mega Technobandsins Stefáns, sem kom fram í Amsterdam á dögunum. Lestarkerfið var stopp vegna mikillar snjókomu og Sigurður og félagar stigu því upp í leigubíl sem reyndist vera vafasamur. „Við förum inn, bílstjórinn læsir bílnum og segir að við þurfum að bíða eftir kollega hans,“ segir Sigurður. „Þá segi ég við Arnar: „Það kemur einhver gæi inn og ef hann setur mælinn ekki í gang, þá erum við bara dauðir.“ Svo kemur einhver leðurjakkaklæddur durtur og sest við hliðina á bílstjóranum. Hann var svona þreföld útgáfa af hinum.“

Bíllinn fer af stað og strákarnir í hljómsveitinni sitja skjálfandi af hræðslu aftur í. Bílstjórinn og risinn spjalla saman á óskiljanlegu tungumáli og strákarnir velta fyrir sér hvort þeirra hinsta stund sé runnin upp. „Við veltum fyrir okkur hvort við ættum að hoppa út úr bílnum og héldum að við værum að fara að deyja þarna, í skítugum leigubíl í Amsterdam,“ segir Sigurður. Þeim var svo skutlað á hótelið og rukkaðir um 80 evrur á mann. Evrurnar áttu þeir ekki þannig að glæpamennirnir tóku það litla sem þeir áttu og reyndu að fá þá til að taka meira út úr hraðbanka. „Við náðum einhvern veginn að sannfæra þá um að við værum þrír mestu fávitar jarðkringlunnar og ættum engan pening,“ segir Sigurður. „Við flúðum svo inn á hótel og þeir létu sig hverfa.“

Ekki tók svo skárra við, en þegar strákarnir fóru út af hótelinu og ætluðu að skoða borgina hópaðist fólk saman og grýtti í þá snjóboltum. „Þeir kölluðu okkur helvítis túrista og sögðu okkur að fara heim,“ segir Sigurður. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.