Lífið

Best og verst á árinu

Léleg en falleg. Megan Fox var kosin versta leikkona ársins 2009.
Léleg en falleg. Megan Fox var kosin versta leikkona ársins 2009.

Megan Fox var kosin versta leikkona ársins 2009 af notendum vefsíðunnar Moviefone, hún var einnig valin kynþokkafyllsta leikkonan. Það kemur líklega fáum á óvart að almenningur kaus kvikmyndina New Moon sem vinsælustu mynd ársins, í öðru sæti var stórmyndin Avatar í leikstjórn James Cameron.

Besta leikkona ársins var Sandra Bullock fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Blinde Side og þótti George Clooney sýna góðan leik í kvikmyndinni Up in the Air.

Hasarmyndin Transformers fékk fjölda tilnefninga og var valin bæði versta kvikmyndin og besta hasarmyndin. Það er því augljóst að menn eru með skiptar skoðanir þegar kemur að gæðum kvikmynda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.