Lífið

Opnaði nýja heilsuræktarstöð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Starfsfólk nýju líkamsræktarstöðvarinnar.
Starfsfólk nýju líkamsræktarstöðvarinnar.
Líkamsræktarþjálfarinn Sigríður Halldóra Matthíasdóttir, betur þekkt sem Sigga Dóra, hefur opnað nýja heilsumiðstöð að Stórhöfða 17 í Reykjavík. Opið hús er hjá Heilsumiðstöðinni til klukkan sex í dag og eru allir velkomnir. Gestum mun m.a. gefast kostur á að smakka á heilsudrykkjum og fara í ókeypis brennslumælingu.

Sigga Dóra segir að heilsumiðstöð sín sé öðruvísi en hefðbundnar líkamsræktarstöðvar. Mikil áhersla sé lögð á persónubundna þjálfun og aðhald. Aðstaðan er lítil og notaleg og hentar vel fyrir þá sem vilja æfa í rólegu og þægilegu umhverfi.

„Markmið okkar hjá Heilsumiðstöðinni er að kenna fólki að lifa lífinu lifandi, hreyfa sig, borða rétt og umfram allt að fyrirbyggja heilsufarsvandamál í framtíðinni. Mikið aðhald er á námskeiðunum og fjöldi einstaklinga á hverju námskeiði er takmarkaður þannig að hver og einn fær næga athygli", segir Sigga Dóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.