Lífið

Fóru á kostum á Litla-Hrauni

Dóri DNA fór mikinn á Litla-Hrauni og þótti standa sig með hreinum ágætum þegar hann flutti gamanmál fyrir fangana.
Frréttablaðið/Vilhelm
Dóri DNA fór mikinn á Litla-Hrauni og þótti standa sig með hreinum ágætum þegar hann flutti gamanmál fyrir fangana. Frréttablaðið/Vilhelm

Mið-Ísland gamanhópurinn og hljómsveitin Hjaltalín gerðu sér ferð austur fyrir fjall um jólin og skemmtu föngum á Litla-Hrauni.

Ferðin var farin þann 29.desember en það hefur færst í vöxt að íslenskir skemmtikraftar sinni föngum um hátíðirnar og þeir eru fyrir löngu orðnir fastur punktur í tilveru þeirra, tónleikar Bubba Morthens og vina hans á aðfangadag.

Góður rómur var gerður að uppistandi Mið-Íslands-hópsins og svo fyndnir þóttu þeir að samkvæmt heimildum Fréttablaðsins braut einn fanginn stólinn sinn þegar hann fékk hláturskast yfir einum brandaranum. Og þótt tónlist Hjaltalín sé kannski ekki mikið „fangelsisrokk“ þá kunnu vistmenn á Litla-Hrauni vel að meta fagmannlega popptónlist hljómsveitarnnar en plata Hjaltalín, Terminal, var valin sú besta á árinu að mati gagnrýnenda Fréttablaðsins. - fgg

Brosað út í annað Hvað Bergur Ebbi lét fjúka þarna skal ósagt látið en miðað við bros grínistans og lögfræðingsins er ljóst að brandarinn heppnaðist vel.
Á litla-Hrauni Ari Eldjárn gaf fyrr á þessu ári út geisladisk með gamanmálum sínum og hér hlusta fangarnir á hvað hann hefur fram að færa.


Enginn fangelsisblús Hjaltalín flutti lög af sinni nýjustu plötu sem var valin sú besta á þessu ári að mati gagnrýnenda.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.