Lífið

Besta plata ársins valin: Terminal best

Hljómsveitin Hjaltalín.
Önnur plata þeirra, Terminal, er besta plata ársins.
Hljómsveitin Hjaltalín. Önnur plata þeirra, Terminal, er besta plata ársins.

Önnur plata hljómsveitarinnar Hjaltalín er besta plata ársins samkvæmt niðurstöðum tuttugu manna dómnefndar úr bransanum sem Fréttablaðið fékk til að leggja mat á íslenskar plötur ársins. Fjórða plata Hjálma, IV, fylgdi fast á hæla Hjaltalín, en nokkru neðar komu plötur Kimono, Blood group og Dikta.

Högni Egilsson, forsprakki sveitarinnar, segir meðlimina ánægða með plötuna, en veit ekki hvernig þeim finnst hún þegar lengra verður liðið frá útgáfu hennar. Hann segir bandið heitt eftir mikið samstarf á þessu ári, en vill þó engu spá um það hvort og hvenær ný plata sé væntanleg.

Það vekur annars athygli að allar plöturnar í tíu efstu sætinum eru gefnar út af ungum og upprennandi plötuútgáfum. Borgin, sem gefur út Hjaltalín og Hjálma, á fjórar plötur á listanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.