Jól í Jemen og áramót við bakka nílarfljóts 4. janúar 2010 04:30 Egill Bjarnason er búinn að vera á ferðalagi um Mið-Austurlönd frá því í október. „Það eru engin jól í íslamska lýðveldinu Jemen! Ekki frekar en Eid-hátíðir á Íslandi. Aðfangadagur var eins og hver annar fimmtudagur,“ segir ljósmyndarinn Egill Bjarnason. Egill, sem er sonur bóksalans Bjarna Harðarsonar frá Selfossi, hefur verið á ferðalagi um Mið-Austurlönd frá því október. Hann er nú staddur í Egyptalandi, en eyddi aðfangadegi í þorpinu Manakka í Jemen. „Um miðjan dag ætlaði ég í fjallgöngu með myndavélina en lenti í brúðkaupsveislu. Ég ætlaði að hringja heim á Selfoss og óska familíunni gleðilegra jóla en það mistókst vegna þess að hann Achmed sem rekur símaþjónustuna í bænum mætti ekki til vinnu. Ástæðurnar voru líklegast ekki kristilegar,“ segir Egill. „Í brúðkaupinu var mér færður hellingur af Khat, plöntu sem Jemenar jórtra daginn út og daginn inn. Plantan hefur sljógandi áhrif og dregur mjög úr matarlyst. Ég borðaði því ekkert það sem eftir var dags. Khat var jólamaturinn ár!“ Hversu sterk eru áhrif Khat? „Álíka mikil og af hundasúrum. Maður verður að jórtra á þessu í að minnsta kosti fjóra klukkutíma til þess að verða smá hífaður.“ Egill segir að Jemenir séu mjög gestrisið fólk og líta á gesti sem gjöf frá Guði. „Ég átti leið hjá brúðkaupsveislunni og staldraði við þegar ég sá hóp manna stíga þjóðdansa með hnífa á lofti,“ segir hann. „Áður en ég vissi af var búið að draga mig inn í danshringinn – með vígalegan rýting í hönd.“ Egill er búinn að vera á ferðinni frá því í október þegar hann flaug til Eþíópíu. Þar dvaldi hann í mánuð áður en hann hélt til Sómalílands. „Mér mistókst að húkka far með báti frá Sómalílandi yfir til Jemen og varð því að splæsa í 20 mínútna flug yfir Adenflóa sem skilur að Afríku og Arabíu,“ segir Egill - og frekari ævintýri eru fyrirhuguð. „Annan í jólum flaug ég til Egyptalands á stefnumót við vinkonu frá New York. Nýársfögnuðurinn var því við bakka Nílar. Á næstunni sigli ég svo yfir til Súdan, ef mér tekst að fá vegabréfsáritun.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
„Það eru engin jól í íslamska lýðveldinu Jemen! Ekki frekar en Eid-hátíðir á Íslandi. Aðfangadagur var eins og hver annar fimmtudagur,“ segir ljósmyndarinn Egill Bjarnason. Egill, sem er sonur bóksalans Bjarna Harðarsonar frá Selfossi, hefur verið á ferðalagi um Mið-Austurlönd frá því október. Hann er nú staddur í Egyptalandi, en eyddi aðfangadegi í þorpinu Manakka í Jemen. „Um miðjan dag ætlaði ég í fjallgöngu með myndavélina en lenti í brúðkaupsveislu. Ég ætlaði að hringja heim á Selfoss og óska familíunni gleðilegra jóla en það mistókst vegna þess að hann Achmed sem rekur símaþjónustuna í bænum mætti ekki til vinnu. Ástæðurnar voru líklegast ekki kristilegar,“ segir Egill. „Í brúðkaupinu var mér færður hellingur af Khat, plöntu sem Jemenar jórtra daginn út og daginn inn. Plantan hefur sljógandi áhrif og dregur mjög úr matarlyst. Ég borðaði því ekkert það sem eftir var dags. Khat var jólamaturinn ár!“ Hversu sterk eru áhrif Khat? „Álíka mikil og af hundasúrum. Maður verður að jórtra á þessu í að minnsta kosti fjóra klukkutíma til þess að verða smá hífaður.“ Egill segir að Jemenir séu mjög gestrisið fólk og líta á gesti sem gjöf frá Guði. „Ég átti leið hjá brúðkaupsveislunni og staldraði við þegar ég sá hóp manna stíga þjóðdansa með hnífa á lofti,“ segir hann. „Áður en ég vissi af var búið að draga mig inn í danshringinn – með vígalegan rýting í hönd.“ Egill er búinn að vera á ferðinni frá því í október þegar hann flaug til Eþíópíu. Þar dvaldi hann í mánuð áður en hann hélt til Sómalílands. „Mér mistókst að húkka far með báti frá Sómalílandi yfir til Jemen og varð því að splæsa í 20 mínútna flug yfir Adenflóa sem skilur að Afríku og Arabíu,“ segir Egill - og frekari ævintýri eru fyrirhuguð. „Annan í jólum flaug ég til Egyptalands á stefnumót við vinkonu frá New York. Nýársfögnuðurinn var því við bakka Nílar. Á næstunni sigli ég svo yfir til Súdan, ef mér tekst að fá vegabréfsáritun.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira