Jól í Jemen og áramót við bakka nílarfljóts 4. janúar 2010 04:30 Egill Bjarnason er búinn að vera á ferðalagi um Mið-Austurlönd frá því í október. „Það eru engin jól í íslamska lýðveldinu Jemen! Ekki frekar en Eid-hátíðir á Íslandi. Aðfangadagur var eins og hver annar fimmtudagur,“ segir ljósmyndarinn Egill Bjarnason. Egill, sem er sonur bóksalans Bjarna Harðarsonar frá Selfossi, hefur verið á ferðalagi um Mið-Austurlönd frá því október. Hann er nú staddur í Egyptalandi, en eyddi aðfangadegi í þorpinu Manakka í Jemen. „Um miðjan dag ætlaði ég í fjallgöngu með myndavélina en lenti í brúðkaupsveislu. Ég ætlaði að hringja heim á Selfoss og óska familíunni gleðilegra jóla en það mistókst vegna þess að hann Achmed sem rekur símaþjónustuna í bænum mætti ekki til vinnu. Ástæðurnar voru líklegast ekki kristilegar,“ segir Egill. „Í brúðkaupinu var mér færður hellingur af Khat, plöntu sem Jemenar jórtra daginn út og daginn inn. Plantan hefur sljógandi áhrif og dregur mjög úr matarlyst. Ég borðaði því ekkert það sem eftir var dags. Khat var jólamaturinn ár!“ Hversu sterk eru áhrif Khat? „Álíka mikil og af hundasúrum. Maður verður að jórtra á þessu í að minnsta kosti fjóra klukkutíma til þess að verða smá hífaður.“ Egill segir að Jemenir séu mjög gestrisið fólk og líta á gesti sem gjöf frá Guði. „Ég átti leið hjá brúðkaupsveislunni og staldraði við þegar ég sá hóp manna stíga þjóðdansa með hnífa á lofti,“ segir hann. „Áður en ég vissi af var búið að draga mig inn í danshringinn – með vígalegan rýting í hönd.“ Egill er búinn að vera á ferðinni frá því í október þegar hann flaug til Eþíópíu. Þar dvaldi hann í mánuð áður en hann hélt til Sómalílands. „Mér mistókst að húkka far með báti frá Sómalílandi yfir til Jemen og varð því að splæsa í 20 mínútna flug yfir Adenflóa sem skilur að Afríku og Arabíu,“ segir Egill - og frekari ævintýri eru fyrirhuguð. „Annan í jólum flaug ég til Egyptalands á stefnumót við vinkonu frá New York. Nýársfögnuðurinn var því við bakka Nílar. Á næstunni sigli ég svo yfir til Súdan, ef mér tekst að fá vegabréfsáritun.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
„Það eru engin jól í íslamska lýðveldinu Jemen! Ekki frekar en Eid-hátíðir á Íslandi. Aðfangadagur var eins og hver annar fimmtudagur,“ segir ljósmyndarinn Egill Bjarnason. Egill, sem er sonur bóksalans Bjarna Harðarsonar frá Selfossi, hefur verið á ferðalagi um Mið-Austurlönd frá því október. Hann er nú staddur í Egyptalandi, en eyddi aðfangadegi í þorpinu Manakka í Jemen. „Um miðjan dag ætlaði ég í fjallgöngu með myndavélina en lenti í brúðkaupsveislu. Ég ætlaði að hringja heim á Selfoss og óska familíunni gleðilegra jóla en það mistókst vegna þess að hann Achmed sem rekur símaþjónustuna í bænum mætti ekki til vinnu. Ástæðurnar voru líklegast ekki kristilegar,“ segir Egill. „Í brúðkaupinu var mér færður hellingur af Khat, plöntu sem Jemenar jórtra daginn út og daginn inn. Plantan hefur sljógandi áhrif og dregur mjög úr matarlyst. Ég borðaði því ekkert það sem eftir var dags. Khat var jólamaturinn ár!“ Hversu sterk eru áhrif Khat? „Álíka mikil og af hundasúrum. Maður verður að jórtra á þessu í að minnsta kosti fjóra klukkutíma til þess að verða smá hífaður.“ Egill segir að Jemenir séu mjög gestrisið fólk og líta á gesti sem gjöf frá Guði. „Ég átti leið hjá brúðkaupsveislunni og staldraði við þegar ég sá hóp manna stíga þjóðdansa með hnífa á lofti,“ segir hann. „Áður en ég vissi af var búið að draga mig inn í danshringinn – með vígalegan rýting í hönd.“ Egill er búinn að vera á ferðinni frá því í október þegar hann flaug til Eþíópíu. Þar dvaldi hann í mánuð áður en hann hélt til Sómalílands. „Mér mistókst að húkka far með báti frá Sómalílandi yfir til Jemen og varð því að splæsa í 20 mínútna flug yfir Adenflóa sem skilur að Afríku og Arabíu,“ segir Egill - og frekari ævintýri eru fyrirhuguð. „Annan í jólum flaug ég til Egyptalands á stefnumót við vinkonu frá New York. Nýársfögnuðurinn var því við bakka Nílar. Á næstunni sigli ég svo yfir til Súdan, ef mér tekst að fá vegabréfsáritun.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira