Kvikmyndatónlist fylgir frelsi 4. janúar 2010 02:30 Semur af tilfinningu Gunnlaug Þorvaldsdóttir samdi tónlistina fyrir stuttmynd sem sýnd var á Sundance. Hér er hún ásamt leikstjóra og framleiðanda myndarinnar. Gunnlaug Þorvaldsdóttir samdi tónlistina fyrir stuttmyndina A‘mare sem var meðal annars sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í janúar síðastliðinn. Myndin er í leikstjórn Martina Amati og fjallar um tvo drengi sem fara á haf út og ætla sér að veiða „þann stóra“. Aðspurð segir Gunnlaug spennandi að stuttmyndin hafi verið sýnd á Sundance. „Það var auðvitað æðislegt að myndin hafi verið sýnd á svona stórri kvikmyndahátíð, en verðlaunin fyrir mér voru þau að leikstjórinn var svo ánægð með vinnu mína að hún bað mig um að semja tónlistina fyrir næstu tvær myndir sínar. Þá hlýtur maður að vera að gera eitthvað rétt,“ segir Gunnlaug sem hefur verið búsett í Róm síðan 2006 þar sem hún starfar sem tónlistarkona og nemur söng hjá japönsku söngkonunni Michiko Hirayama. Gunnlaug segir skemmtilegt að semja tónlist fyrir kvikmyndir enda fylgi því ákveðið frelsi. „Þetta er eitthvað sem ég hefði áhuga á að gera meira af í framtíðinni. Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og þegar maður semur kvikmyndatónlist þá þarf maður að setja sig í öðruvísi stellingar en þegar maður semur til dæmis fyrir sjálfan sig. Þegar ég samdi tónlistina fyrir A‘mare hafði ég ekki séð myndina sjálfa heldur bara lesið handritið og þannig fékk ég tilfinningu fyrir andrúmslofti myndarinnar,“ útskýrir hún. Gunnlaug er um þessar mundir að vinna að handriti fyrir heimildarmynd, en myndin mun fjalla um ævi söngkennara hennar, Michiko Hirayama. „Ég er eiginlega rétt að byrja að skrifa handritið. Hirayama er 86 ára í dag og er sannkallaður brautryðjandi í nútímasöng, enda hefur hún alltaf farið eigin leiðir,“ segir Gunnlaug að lokum. -sm Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Gunnlaug Þorvaldsdóttir samdi tónlistina fyrir stuttmyndina A‘mare sem var meðal annars sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í janúar síðastliðinn. Myndin er í leikstjórn Martina Amati og fjallar um tvo drengi sem fara á haf út og ætla sér að veiða „þann stóra“. Aðspurð segir Gunnlaug spennandi að stuttmyndin hafi verið sýnd á Sundance. „Það var auðvitað æðislegt að myndin hafi verið sýnd á svona stórri kvikmyndahátíð, en verðlaunin fyrir mér voru þau að leikstjórinn var svo ánægð með vinnu mína að hún bað mig um að semja tónlistina fyrir næstu tvær myndir sínar. Þá hlýtur maður að vera að gera eitthvað rétt,“ segir Gunnlaug sem hefur verið búsett í Róm síðan 2006 þar sem hún starfar sem tónlistarkona og nemur söng hjá japönsku söngkonunni Michiko Hirayama. Gunnlaug segir skemmtilegt að semja tónlist fyrir kvikmyndir enda fylgi því ákveðið frelsi. „Þetta er eitthvað sem ég hefði áhuga á að gera meira af í framtíðinni. Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og þegar maður semur kvikmyndatónlist þá þarf maður að setja sig í öðruvísi stellingar en þegar maður semur til dæmis fyrir sjálfan sig. Þegar ég samdi tónlistina fyrir A‘mare hafði ég ekki séð myndina sjálfa heldur bara lesið handritið og þannig fékk ég tilfinningu fyrir andrúmslofti myndarinnar,“ útskýrir hún. Gunnlaug er um þessar mundir að vinna að handriti fyrir heimildarmynd, en myndin mun fjalla um ævi söngkennara hennar, Michiko Hirayama. „Ég er eiginlega rétt að byrja að skrifa handritið. Hirayama er 86 ára í dag og er sannkallaður brautryðjandi í nútímasöng, enda hefur hún alltaf farið eigin leiðir,“ segir Gunnlaug að lokum. -sm
Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira