Lífið

Hinn árlegi Jólasveinagjörningur

Ragnar og Ásmundur. Jólasveinalist á þrettándanum.
Ragnar og Ásmundur. Jólasveinalist á þrettándanum.
Listamennirnir Ásmundur Ásmundsson og Ragnar Kjartansson standa fyrir sínum árlega Jólasveinagjörningi á þrettándanum í Kling og Bang gallerí kl. 17.30 í dag. Þeir hafa staðið fyrir sams konar gjörningum á hverju ári síðustu átta árin. Þeir koma gestum verulega á óvart með hressilegu jólaskensi og hver veit nema Bjúgnakrækir og Kertasníkir kíki í heimsókn. Fólk er hvatt til að taka börnin sín með og gleyma ekki jólaskapinu heima. Í dag er jú síðasti séns til að eiga góða jólastund.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.