Lífið

Með fálkaorðuna í beinni

Sjónvarpskonurnar vinsælu, Eva María Jónsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, verða kynnar í undankeppni Eurovision-sönglagakeppninnar í ár líkt og í fyrra.

Lífið

Hafnfirsk hjón vilja meiri jákvæðni

„Við hvetjum til jákvæðni, samheldni þingmanna og allrar þjóðarinnar,“ segir Ágúst Guðbjartsson, sem ásamt konu sinni Agnesi Reynisdóttur leggur nú sitt á vogarskálar Nýja Íslands með Facebook-síðu, undirskriftasöfnun og bloggsíðu á bloggheimar.is/jakvaett – allt í anda jákvæðni og bjartsýni. Þau safna undirskriftum til 26. janúar og ætla að afhenda þær Alþingi þá.

Lífið

Fimleikastjarna leikur í Faust

Fimleikakonan Svava Björg Örlygsdóttir leikur djöfla og gamalmenni í leikritinu Faust sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu 15. janúar. „Þetta er æðislegt,“ segir Svava Björg, sem verður í þremur hlutverkum. „Þetta er rosalega skemmtilegt fólk sem ég er að vinna með og manni leiðist ekkert á æfingum.“

Lífið

Teddi og Elvis 75 ára í dag

„Hann drakk mikið og át mikið af lyfjum en ég hætti fyrir 25 árum. Þess vegna lifi ég og hann er dauður,“ segir listamaðurinn Teddi, eða Magnús Th. Magnússon.

Lífið

Trúlofaður

Söngvarinn kynlegi, Marilyn Manson, tilkynnti í viðtali fyrir ekki svo löngu að hann og fyrrverandi kærasta hans, leikkonan Evan Rachel Wood, hefðu tekið saman aftur og að hann væri afskaplega hamingjusamur. Nú segja menn að Manson og Woods ætli að ganga í hið heilaga. Söngvarinn á að hafa beðið um hönd Woods þegar hann kom fram á tónleikum í París á mánudaginn var. Nokkur aldursmunur er á parinu, eða heil 22 ár.

Lífið

Perry trúlofuð Brand

Grínistinn Russell Brand og söngkonan Katy Perry hafa staðfest orðróm um trúlofun þeirra. Parið byrjaði saman í september og töldu flestir að sambandið myndi ekki endast nema í nokkrar vikur þar sem Brand er þekktur kvennamaður.

Lífið

Útón heldur fræðslukvöld

Fyrsta fræðslukvöld Útón á árinu verður haldið á þriðjudagskvöld í Norræna húsinu. Farið verður yfir alla helstu sjóði er standa tónlistarfólki til boða og hvernig þeir starfa.

Lífið

Með gott hjarta

Írski leikarinn Colin Farrell heimsótti langveik börn á sjúkrahúsi í heimalandi sínu fyrir jólin. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Farrell gerir slíkt, því hann hefur verið reglulegur gestur á sjúkrahúsinu Our Lady‘s Hospital í Crumlin undanfarin ár.

Lífið

Ross hættir á BBC

Spjallþáttastjórnandinn Jonathan Ross ætlar að hætta hjá BBC eftir þrettán ára starf. Samningur hans við BBC rennur út í júlí og hefur hann ákveðið að endurnýja hann ekki. Hann segir að peningar hafi ekkert að gera með ákvörðun sína.

Lífið

Skítblönk í kreppunni

Stuttmynd Brynju Valdísar leikkonu, Einu sinn var… verður endursýnd vegna fjölda áskorana á Skjá einum kl. 19.00 í opinni dagskrá í kvöld.

Lífið

Leitað að handritum

Forlagið og Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka auglýsa eftir handritum að skáldsögu fyrir börn og unglinga í samkeppni um Íslensku barnabókaverðlaunin.

Lífið

Allir í ræktina - myndband

„Ég held að fólk sé farið að hugsa meira um sjálft sig," svaraði Arnar Grant þegar Sindri í sjónvarpsþættinum Ísland í dag spurði hann út í líkamsrækt landans á þessum árstíma. Þá má einnig sjá Jóa Fel sem sagði: „Ég stefni hærra." Ágústa Johnson og Björn Leifsson eru einnig í meðfylgjandi myndskeiði ásamt fleirum.

Lífið

Hannaði eigin trúlofunarhring

Hönnuðurinn Sruli Recht hefur hannað einstakan demantshring sem er í raun þrír hringar í einum. Hægt er að skipta um steina í hingnum eftir tilefni. Hönnuðurinn Sruli Recht hefur hannað einstakan demantshring sem ber heitið r¿ng og er hann sérstakur fyrir þær sakir að hægt er að skipta út einum demanti fyrir annan.

Lífið

Stjörnur sagðar inni í skápnum

Forsíðufrétt tímaritsins The Enquirer fjallaði um það hvaða stjörnur væru samkynhneigðar og enn í skápnum. Meðal þeirra sem tímaritið nefndi voru Zac Efron, Sienna Miller, fyrirsætan Tyra Banks og leikarinn Hugh Jackman.

Lífið

„Ég var eiginkona Jacksons“

Hin óþekkta Shellie Doreen Smith hefur gert kröfu í þrotabú Micheals Jackson. Hún segist hafa verið gift söngvaranum á áttunda áratugnum og fer fram á framfærslu úr þrotabúinu.

Lífið

Gerir amerískan gítarsamning

„Ég var að leita að gítar og komst í samband við eigandann. Hann bauð mér gítar á góðum afslætti út af hljómsveitinni,“ segir Dave Dunn úr hljómsveitinni Dust.

Lífið

Öfundsjúk út í Madonnu

Þegar leikkonan Kate Hudson og hafnaboltaleikmaðurinn Alex Rodriguez slitu sambandi sínu fór á kreik sá orðrómur að það hefði verið Rodriguez sem hætti með Hudson vegna þess að honum þótti hún of þurfandi og sólgin í sviðsljósið.

Lífið

Metár í kvikmyndahúsum

Stórmynd James Cameron var tekjuhæsta kvikmynd síðasta árs þrátt fyrir að hafa verið aðeins tíu daga í sýningu. Jóhannes var vinsælasta íslenska kvikmyndin á árinu.

Lífið

Innblásin af málsháttum

Opnuð hefur verið sýning á verkum Sari Maarit Cedergren í Artóteki, sem er á fyrstu hæð Borgarbókasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Sari er fædd í Finnlandi og ólst upp í Stokkhólmi í Svíþjóð. Árið 1986 flutti hún til Íslands og hefur búið hér síðan.

Lífið

Madonna úr söng í leikstjórn

Samkvæmt ýmsum heimildum hafði Madonna sýnt áhuga á að leikstýra kvikmynd um ævi Wallis Simpson, konunnar sem Játvarður prins afsalaði bresku krúnunni til að vera með árið 1936. Söngkonan þykir ekki jafn fær í kvikmyndunum og í tónlistinni og því gengur víst erfiðlega að ráða fólk í hlutverkin.

Lífið

Til mikils að vinna í rokkkeppninni GBOB

Alþjóðlega tónlistarkeppnin Global Battle of the Bands er fram undan. Hún fer fram í London á tónleikastaðnum Scala hinn 31. janúar og má búast við að hátt í fjörutíu hljómsveitir frá jafnmörgum löndum taki þátt. Keppnin hefur stækkað ár frá ári en Ísland varð þátttakandi 2004. Síðan þá hafa hljómsveitir eins og Cliff Claven, Lights on the Highway og Perla farið út til keppni, og í fyrra fór Agent Fresco.

Lífið

Eignaðist stúlkubarn

Leikarinn Matthew McConaughey tilkynnti á vefsíðu sinni að hann og kærasta hans, Camila Alves, hefðu eignast sitt annað barn 3. janúar. „Gleðilegt nýtt ár, allir saman! Camila fæddi fallega stúlku á sunnudaginn. Hún hefur fengið nafnið Vida Alves McConaughey. Vida þýðir líf á portúgölsku og það er einmitt það sem drottinn færði okkur þann dag,“ ritaði leikarinn á síðu sinni. Fyrir á parið sautján mánaða gamlan son, Levi, og því er stutt á milli systkinanna tveggja.

Lífið

Hátíðarkvöldverður kokkanna

Hinn árlegi Hátíðarkvöldverður klúbbsins fer fram laugardagskvöldið næstkomandi í Turninum í Kópavogi. Kvöldverðurinn hefur verið haldinn óslitinn síðastliðin tuttugu og þrjú ár og er gríðarlega vinsæll viðburður ár hvert. Steinn Óskar Sigurðsson, formaður nefndar um Hátíðarkvöldverðinn, segir að uppselt sé á kvöldverðinn, en seldir eru 220 miðar og hafa fastagestir forgang í þeim efnum.

Lífið

Erfingi lést

Johnson & Johnson-erfinginn Casey Johnson fannst látin í íbúð sinni í Los Angeles í gær. Johnson var aðeins þrítug að aldri og hafði verið látin í einhvern tíma þegar hún fannst. Stúlkan var æskuvinkona Hilton-systranna og var einnig góð vinkona Nicole Richie en náði aldrei sömu frægð og vinkonur hennar. Johnson átti í sambandi við Courtenay Semel, dóttur forstjóra Yahoo, en Semel var á tíma orðuð við leikkonuna Lindsay Lohan. Johnson skilur eftir sig eina dóttur, Ava Marylin, sem hún ættleiddi árið 2007 frá Kasakstan. Foreldrar Johnson hafa nú umsjá með barninu.

Lífið

Úr útrás í heilsuráðgjöf

„Ég hef alltaf haft áhuga á góðu og heilbrigðu lífi. Þrátt fyrir að vera í bisness þá hef ég reynt að passa að vera í ágætisformi og hugsa um hvað ég borða,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir.

Lífið

Áramótagleði Akureyringa - myndir

Meðfylgjandi má sjá myndir frá áramótaballi Páls Óskars í Sjallanum á Akureyri á gamlárskvöld en það var gjörsamlega stappað eins og alltaf þegar Palli kemur norður. Þá má einnig sjá myndir sem teknar voru nýársdansleik Sjallans en það hefur ekki verið haldinn nýársdansleikur áður á Akureyri. Þá spiluðu Hvanndalsbræður í fyrsta og síðasta sinn á balli, en þeir héldu dansgólfinu hreinlega í logandi stuði ásamt N3 plötusnúðunum.

Lífið

Frumsýna nýtt leikrit í Norræna húsinu

Leikhópurinn Munaðarleysingjar frumsýnir nýtt verk eftir Dennis Kelly, eitt heitasta leikskáld Bretlandseyja föstudaginn 8. janúar í sal Norræna hússins. Verkið heitir Orphans en á íslensku nefnist það Munaðarlaus. Leikstjóri sýningarinnar er Vignir Rafn Valþórsson sem jafnframt þýðir verkið.

Lífið

Dillibossar á Borginni á nýárs- myndir

„Það var gríðarlegt stuð, skemmtilegasta fólkið, skemmtilegustu skemmtikraftarnir og svo bara klikkar maturinn og salurinn á Hótel Borg ekki," svarar Andrés Pétur einn af skipuleggjendum nýársfagnaðarins sem haldinn var á Borginni spurður hvernig var. „Stemningin var slík að gestirnir voru farnir að dilla sér við borðin fyrir klukkan tíu. Ekki hægt að fara fram á betri byrjun á árinu," bætir hann við. Á meðfylgjandi myndum má greinilega sjá að liðinu leiddist ekki.

Lífið

G-bletturinn er til

Niðurstaða rannsóknar vísindamanna í King‘s College í London á hinum dularfulla G-bletti hefur vakið mikla athygli. Ekki eru allir á eitt sáttir við hana.

Lífið