Lífið

Öfundsjúk út í Madonnu

Kate Hudson var öfundsjúk út í Madonnu.
Kate Hudson var öfundsjúk út í Madonnu.

Þegar leikkonan Kate Hudson og hafnaboltaleikmaðurinn Alex Rodriguez slitu sambandi sínu fór á kreik sá orðrómur að það hefði verið Rodriguez sem hætti með Hudson vegna þess að honum þótti hún of þurfandi og sólgin í sviðsljósið.

Tímaritið OK! Magazine heldur því aftur á móti fram að Kate Hudson hafi slitið sambandinu vegna þess að Rodriguez hafi verið heltekinn af fyrrum kærustu sinni, söngkonunni Madonnu.

„Kate var brjálæðislega öfundsjúk. Hún bað Alex margoft um að hætta að hafa samband við Madonnu. Hvernig myndi ykkur líða ef kærasti ykkar væri stanslaust að hringja í sína fyrrverandi?“ sagði heimildarmaður í viðtali við tímaritið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.