Lífið

Eignaðist stúlkubarn

Viðbót Matthew McConaughey eignaðist sitt annað barn á sunnudag.
Viðbót Matthew McConaughey eignaðist sitt annað barn á sunnudag.
Leikarinn Matthew McConaughey tilkynnti á vefsíðu sinni að hann og kærasta hans, Camila Alves, hefðu eignast sitt annað barn 3. janúar. „Gleðilegt nýtt ár, allir saman! Camila fæddi fallega stúlku á sunnudaginn. Hún hefur fengið nafnið Vida Alves McConaughey. Vida þýðir líf á portúgölsku og það er einmitt það sem drottinn færði okkur þann dag,“ ritaði leikarinn á síðu sinni. Fyrir á parið sautján mánaða gamlan son, Levi, og því er stutt á milli systkinanna tveggja.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.