Lífið

Til mikils að vinna í rokkkeppninni GBOB

Agent Fresco var fulltrúi Íslands á síðustu GBOB.
Agent Fresco var fulltrúi Íslands á síðustu GBOB.

Alþjóðlega tónlistarkeppnin Global Battle of the Bands er fram undan. Hún fer fram í London á tónleikastaðnum Scala hinn 31. janúar og má búast við að hátt í fjörutíu hljómsveitir frá jafnmörgum löndum taki þátt. Keppnin hefur stækkað ár frá ári en Ísland varð þátttakandi 2004. Síðan þá hafa hljómsveitir eins og Cliff Claven, Lights on the Highway og Perla farið út til keppni, og í fyrra fór Agent Fresco.

Fyrst eru haldnar hljómsveitakeppnir í þátttökulöndunum og nú er auglýst eftir hljómsveitum sem geta orðið fulltrúar Íslands. Allar hljómsveitir geta skráð sig til leiks hvort sem þær eru bílskúrsbönd eða þekktar sveitir með útgefið efni. Sigur Rós gæti þess vegna tekið þátt í keppninni. Eina reglan er sú að hljómsveitirnar spili tvö frumsamin lög. Undanúrslitin fara fram á Sódómu Reykjavík 13.-16. janúar. Dómnefnd og salur ákveða sigurvegara hvers kvölds. Hann fer áfram í úrslitakvöldið 22. janúar. Hljómsveitin sem vinnur fer til London og spilar á Scala. Flug og uppihald er í boði keppninnar. Til mikils er að vinna því verðlaunin í keppninni úti eru 10.000 dollarar, vikudvöl í flottu hljóðveri með upptökumanni í London og tíu daga tónleikaferð um England. Þær sveitir sem hafa áhuga sendi fyrirspurn á gbob.iceland@gmail.com og þeim verður svarað um hæl.- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.