Lífið

Madonna úr söng í leikstjórn

Madonnu langar að leikstýra og leika í eigin kvikmynd.
Madonnu langar að leikstýra og leika í eigin kvikmynd.

Samkvæmt ýmsum heimildum hafði Madonna sýnt áhuga á að leikstýra kvikmynd um ævi Wallis Simpson, konunnar sem Játvarður prins afsalaði bresku krúnunni til að vera með árið 1936. Söngkonan þykir ekki jafn fær í kvikmyndunum og í tónlistinni og því gengur víst erfiðlega að ráða fólk í hlutverkin.

Leikkonurnar Keira Knightley og Cate Blanchett hafa báðar afþakkað hlutverkið. „Fólk hefur áhyggjur af því að Madonna eigi eftir að taka of mikinn þátt í verkefninu, því auk þess að hafa komið að því að skrifa handritið þá vill hún einnig leikstýra myndinni og semja tónlistina. Fólk hefur einnig áhyggjur af því að hún muni vilja fara með lítið hlutverk í kvikmyndinni og það myndi draga úr gæðunum,“ sagði heimildarmaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.