Lífið

Hannaði eigin trúlofunarhring

Sruli Recht þykir hæfileikaríkur hönnuður og hefur unnið til verðlauna fyrir hönnun sína.
Sruli Recht þykir hæfileikaríkur hönnuður og hefur unnið til verðlauna fyrir hönnun sína.

Hönnuðurinn Sruli Recht hefur hannað einstakan demantshring sem er í raun þrír hringar í einum. Hægt er að skipta um steina í hingnum eftir tilefni.

Hönnuðurinn Sruli Recht hefur hannað einstakan demantshring sem ber heitið r¿ng og er hann sérstakur fyrir þær sakir að hægt er að skipta út einum demanti fyrir annan.

Hringnum, sem er úr tíu karata hvítagulli, fylgja þrír mislitir demantar í kló sem hægt er að skrúfa í hringinn. Sruli segir hugmyndina hafa fæðst þegar hann var að íhuga bónorð. „Mig langaði að búa til trúlofunarhring og á meðan ég hugsaði málið sat ég á litlum píanóstól sem er eins og skrúfa í laginu og þaðan kom hugmyndin. Ég var einnig búinn að hugsa um það hvort hægt sé að verðleggja ástina og fannst sniðugt að geta valið um mismunandi stærð af steinum í hringinn í því samhengi,“ segir Sruli sem hefur búið og starfað á Íslandi undanfarin ár og opnaði hönnunarbúðina Vopnabúrið við Hólmaslóð fyrr í sumar.

Aðspurður segist hann hafa kosið að nota óslípaða demanta vegna þess að honum þyki gaman að taka hluti sem í eðli sínu eru ljótir og breyta þeim í eitthvað fallegt. „Óslípaðir demantar eru ekki sérstaklega fallegir og verða í raun ekki virkilega verðmætir fyrr en búið er að slípa þá niður. Maður horfir ekki á óslípaðan demant og hugsar: vá, þetta er fallegt.“ Hringurinn hefur nú verið fáanlegur í viku og segist Sruli þegar hafa selt eitt stykki. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir hönnun sína og árið 2008 hlaut hann meðal annars fyrstu og önnur verðlaun í flokki aukahluta á International Design Awards fyrir hönnun á regnhlíf og belti.

Áhugasömum er bent á vefsíðuna www.srulirecht.com.

sara@frettabladid.is

r¿ng Hugmyndin að hringnum fæddist þegar Sruli var að íhuga bónorð. Hægt er að skipta um stein í hringnum. Mynd/Marino Thorlacius





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.