Lífið

Tvö höfuð Jóhannesar

Jóhannes Haukur Jóhannes­son leikur Þorgeir Hávars­son í leikritinu Gerplu sem frumsýnt verður 12. febrúar. Leikmunadeild Þjóðleikhússins er tilbúin með fremur óhefðbundinn leikmun tengdan honum.

Lífið

Svavar spilar fyrir Ástrala

Trúbadorinn Svavar Knútur er nú á ferðalagi um Ástral­íu og sefur í heimahúsum hjá vinum og kunningjum. Platan Kvöldvaka selst eins og kaldur frostpinni í heitri Suðurálfunni.

Lífið

Fyrirtæki Tiger-tryggð

Fyrirtæki sem fá frægar Hollywood-stjörnur sem talsmenn eru byrjuð að tryggja sig fyrir ýmsu sem getur gerst í einkalífi stjarnanna. Þetta gera þau til að tryggja sig fyrir fjárhagslegu tjóni eins og fyrirtækin sem styrktu Tiger Woods urðu fyrir í kjölfarið á því að upp komst um hjásvæfur hans.

Lífið

Söngskólinn með Djammstaff

Nemendaópera Söngskólans sýnir óperuna Don Djammstaff í samvinnu við Íslensku óperuna. Óperan er samsett úr sautján atriðum úr fjórtán óperum eftir níu tónskáld og sungin á fjórum tungumálum. Söguþráðurinn snýst um ævintýri vampírunnar Don Djammstaff, sem er yfir sig ástfanginn af mennskri konu, Paminu, og setur allt í uppnám til að ná ástum hennar. Inn í framvinduna fléttast hefndir kvenna og vald örlaganna.

Lífið

Solla og Vala í sjónvarpiðdag

Valgerður Matthíasdóttir og Sólveig Eiríksdóttir verða með vikulega uppskrift í Fréttablaðinu á fimmtudögum. Sólveig sýnir síðan réttu handtökin sama kvöld í Íslandi í dag á Stöð 2.

Lífið

Áfram munaðarlaus

„Þetta hefur gengið mjög vel. Við náðum að borga upp yfirdráttinn eftir síðustu helgi,“ segir Hannes Óli Ágústsson, einn leikaranna sem standa að leiksýningunni Munaðarlaus sem hefur verið sýnt í Norræna húsinu undanfarið. „Þessi sýning er kannski vonarneisti fyrir aðra nýútskrifaða leikara. Það sést allavega að það er hægt að gera svona án styrkja og láta það ganga upp með hagsýni.“

Lífið

Sigurhátíð sama hvernig fer

„Við höldum sigurhátíð í Sjallanum á laugardagskvöldið sama hvernig fer,“ segir Valur Freyr Halldórsson, trommuleikari og söngvari Hvanndalsbræðra. Hljómsveitin flytur sem kunnugt er eitt laganna sex í úrslitum Söngvakeppninnar á laugardaginn. Það heitir Gleði og glens og er eina lagið í keppninni sem er sungið á íslensku.

Lífið

Empire velur verstu myndirnar

Lesendur kvikmyndatímaritsins Empire hafa valið verstu kvikmyndir Hollywood og á toppnum tróna góðkunningjar sambærilegra lista. Sú kvikmynd sem þykir allra verst er Batman & Robin með George Clooney í

Lífið

Fox ræðir við Conan

Bandaríska sjónvarpsstöðin Fox hefur rætt við Conan O"Brien um að hann stjórni spjallþætti á stöðinni. Stutt er síðan Conan yfirgaf kvöldþátt

Lífið

Gerir mynd um Richards

Leikarinn Johnny Depp er að undirbúa heimildarmynd um Keith Richards, gítarleikara Rolling Stones. Þeir tveir hafa verið vinir í nokkurn tíma og Depp hefur viðurkennt að hafa byggt persónu sína í myndunum Pirates of the

Lífið

Endalaus sambandsslit

Í kvöld frumsýnir Íslenski dansflokkurinn nýtt verk, Endalaus eftir Alan Lucien Öyen, þrjátíu og tveggja ára norskan danshöfund á uppleið. Hann kom hingað í boði Kristínar Hall hjá dansflokknum í byrjun desember og samdi verkið á meðan hann dvaldist hér.

Lífið

Erótík í þrívídd

Leikstjórinn Tinto Brass lýsti því á blaðamannafundi í Róm að hann langaði til að gera erótíska kvikmynd í þrívídd og nota sömu tækni og var notuð í Avatar.

Lífið

Sjálfkrafa á jaðarinn

Í kvöld heldur Þorvaldur Þór Þorvaldsson tónleika á Café Rosenberg ásamt hljómsveit. Með honum leikur djasslandsliðið; þeir Eyþór Gunnarsson á píanó, Óskar Guðjónsson á saxófón, Ómar Guðjónsson á gítar og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á bassa. Leikin verður tónlist af plötu Þorvaldar sem kom út fyrir síðustu jól og heitir í höfuðið á tónlistarmanninum.

Lífið

Átti að setja Björgvin á róandi lyf - myndband

Snemma kom í ljós að Björgvin Páll Gustavsson landsliðsmaður í handbolta var afar fyrirferðarmikið barn. Eins og móðir hans lýsir í nærmynd sem Ísland í dag gerði um kappann. „Þegar hann var níu ára komu upp allskonar vandamál í skóla og á skóladagheimili sem hann var á og eins bara í hverfinu... og það var ákveðið að senda hann í greiningu." Björgvin dvaldi á barna- og unglingageðdeild í sex vikur en fékk að fara heim um helgar. Hann var talinn á mörkum þess að vera ófvirkur og mælst var til þess að hann yrð settur á róandi lyf.

Lífið

Baltasar gerir kvikmynd eftir einleik Jóns Atla

Baltasar Kormákur hyggst gera kvikmynd sem verður lauslega byggð á einleik Jóns Atla Jónassonar, Djúpinu. Hann sótti innblásur sinn til ótrúlegrar þrekraunar Guðlaugs Friðþórssonar sem synti í land eftir að skip hans, Hellisey VE-503, fórst við Vestmannaeyjar aðfaranótt 11.mars árið 1984. Fjórir vinir Guðlaugs fórust en hann komst einn lífs af eftir að hafa synt rúma fimm kílómetra og verið sex tíma í ísköldu Atlantshafinu.

Lífið

Broderick í sjónvarpið

Gæðaleikarinn Matthew Broderick hefur tekið að sér að leika aðalhlutverkið í nýjum gamanþáttum NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Þeir heita Beach Lane og fjalla um þekktan rithöfund sem tekur að sér að ritstýra dagblaði í smábæ. Broderick bauðst hlutverkið fyrir ári en ákvað loks að láta slag standa eftir að hafa lesið handritið, að því er kemur fram í Hollywood Reporter. Væntanlega hefur það síðan ekki skemmt fyrir að eiginkona Brodericks, Sarah Jessica Parker, hefur átt farsælan feril í sjónvarpinu, í þáttunum Sex and the City.

Lífið

Kaffibarssjósund endaði á spítala

„Það endaði einn á spítala síðast – ofkældist næstum því. Það var reyndar ég. Ég fór aðeins of langt út í,“ segir Karl West, formaður sjósundsselskapar Kaffibarsins.

Lífið

Bíður eftir Michael

Janet Jackson, systir hins látna Michaels Jackson, bíður enn eftir því að heyra röddina hans í símanum sínum. Þetta kemur fram í viðtali við söngkonuna í tímaritinu Wonderland. „Stundum hringir síminn og þá vona ég að þetta sé hann,“ segir Janet í viðtalinu en hún hefur haldið sig til hlés eftir að bróðir hennar fór yfir móðuna miklu og aðeins birst opinberlega til að styðja við bakið á börnum Jacksons. „Fólk syrgir bara á mismunandi hátt.“

Lífið

Hera Björk: Auðvitað bregður manni

„Auðvitað bregður manni svona fyrst en svo er þetta nú fljótt að jafna sig. Sérstaklega þegar maður minnir sjálfan sig á í hvaða keppni maður er," segir Hera Björk Þórhallsdóttir.

Lífið

Lagið hans Bubba líka stolið?

Á meðfylgjandi link má hlusta á samanburð á lögunum One more day sem Jogvan Hansen syngur í forkeppni Eurovision og Svefnljóð með Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Erindin í lögunum eru nauðalík eins og heyra má hér. „Mér finnst þetta varla svara vert. Þetta er árleg uppákoma sem tengist þessari keppni," sagði Örlygur Smári í samtali við Vísi í gær þegar við höfðum samband til að fá endanlega úr því skorið hvort lag hans og Heru Bjarkar, Je ne sais quoi, sé stolið eins og haldið er fram.

Lífið

Norðurlöndin í sérflokki

Jóhannes Steinn Jóhannesson, matreiðslumeistari á veitingastaðnum VOX, tók þátt í hinni árlegu kokkakeppni Nordic Chef of the Year sem fram fór í Herning í Danmörku á miðvikudag. Tíu kokkar tóku þátt í keppninni og lenti Jóhannes Steinn í fjórða sæti. „Þetta er ein erfiðasta kokkakeppni í heimi og eru það kokkar ársins frá hverju landi sem taka þátt. Mér gekk ekki nógu vel því ég lenti í tímahraki með aðalréttinn,“ segir Jóhannes, sem var valinn matreiðslumeistari ársins 2009, annað árið í röð.

Lífið

Stoltur af kjúklingnum

Egill Einarsson hefur verið stoppaður úti á götu, knúsaður og kysstur fyrir framgöngu Arons Pálmarssonar á EM. Egill segir Aron skólabókardæmi um mann sem nær sínum markmiðum.

Lífið

Anita á frumsýningu með Fergie

Íslenska leikkonan Anita Briem var meðal stjarnanna í Hollywood þegar kvikmyndin When in Rome var frumsýnd. Aðdáendur flykktust að stjörnunum þegar þær mættu prúðbúnar í El Capitan-kvikmyndahúsið á miðvikudaginn í síðustu viku. When in Rome hefur reyndar ekki fengið rosalega góða dóma en hún skartar Kristen Bell, sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að kannast við úr Gossip Girls, og Josh Duhamel, eiginmanni Fergie úr The Black Eyed Peas, í aðalhlutverkum auk Anjelicu Houston og Jon Heder, nördaleikarans geðþekka úr Napeolon Dynamite og Blades of Glory.

Lífið

Bronser-gel keppir við Silver

Vinirnir Logi Tómasson og Kolbeinn Þórðarson sem eru í 4. bekk í Digranesskóla hafa búið til sitt eigið hárgel sem nefnist Bronser. Fetar það í fótspor gelsins Silver sem silfur- og bronsdrengirnir Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústafsson framleiða.

Lífið

Google kjaftaði frá

Söngkonan Kate Perry komst að því í gegnum google.com að unnusti hennar, Russell Brand, hyggðist biðja hennar. Hún viðurkenndi í samtali við fjölmiðla að hún gúgglaði stundum sjálfa sig og sá þar að vefmiðlar voru farnir að fjalla um hvers vegna Russell væri að kaupa hringa. „Þetta er bara svona, því miður,“ sagði Kate.

Lífið

Skaut krókódíl með skammbyssu

„Það þurfti bara eitt skot við brosið í munnvikinu,“ segir Páll Reynisson, eigandi Veiðisafnsins á Stokkseyri. Hann fór til Suður-Afríku í nóvember þar sem hann veiddi í fyrsta sinn krókódíl með skambyssu. Auk þess sem hann felldi hann strút með skambyssu og nokkrar tegundir af antílópum. Honum tókst þó ekki að klófesta híenu þrátt fyrir að hafa legið í leyni í þrjár nætur, tilbúinn með byssuna.

Lífið

Tilnefndar til sjö Razzies

Kvikmyndirnar Transformers: Revenge of the Fallen og Land of the Lost fengu sjö tilnefningar hvor til hinna árlegu Razzies-skammarverðlauna í Hollywood. Báðar voru þær tilnefndar sem verstu myndir síðasta árs auk þess sem aðalleikararnir, Megan Fox og Will Ferrell, voru tilnefndir sem verstu leikararnir. Fox var sömuleiðis tilnefnd fyrir hlutverk sitt í Jennifer"s Body.

Lífið

Óska eftir íslensku slangri

Íslenskufræðingarnir Einar Björn Magnússon og Guðlaugur Jón Árnason hafa stofnað slangurorðabók á netinu. Þar getur almenningur sett inn ný slangurorð sem mörg hver munu rata í nýja slangurorðabók sem þeir eru með í undirbúningi.

Lífið