Svavar spilar fyrir Ástrala 4. febrúar 2010 06:00 Svavar Knútur gerir það nú gott meðal andfætlinganna. Trúbadorinn Svavar Knútur er nú á ferðalagi um Ástralíu og sefur í heimahúsum hjá vinum og kunningjum. Platan Kvöldvaka selst eins og kaldur frostpinni í heitri Suðurálfunni. „þetta er yndislegt ferðalag og fólk er almennt bara mjög jákvætt. Ég hef spilað í öllum helstu borgunum og nokkrum smábæjum til viðbótar. Svo hefur maður verið í alveg tonni af góðum grillveislum,“ segir Svavar Knútur Kristinsson, sem flækist nú um Ástralíu með kassagítarinn sinn og úkúlele-ið og spilar frumsamið efni. Hann segist selja plötuna sína, Kvöldvöku, á ferðinni „eins og ískalda frostpinna í eldheitri Suðurálfunni“. „Ég fór út í ársbyrjun og spilaði á 12 bar club í London á útleið. Ótrúlega góð búlla,“ segir Svavar „Þetta eru eiginlega þrjú ólík tónleikaferðalög, jafnvel fjögur. það fyrsta er núna, eitthvað út febrúar, í Suðaustur-Ástralíu. Svo er eitt í svona millibilsástandi í mars. Þá spila ég í Queensland, Northern Territories og Alice Springs og svona. Svo kemur í apríl smá sessjón í Perth og Vestur-Ástralíu og strax eftir það fer ég aftur til Melbourne og Sydney og tek nokkur gigg þar, meðal annars með átrúnaðargoðinu mínu, Machine Translations. Það er algjör snillingur, sem hefur haft mikil áhrif á mig, bæði í lagasmíðum og hugmyndafræði. Á heimleiðinni spila ég svo eitthvað í Frakklandi og Englandi. Svo var ég að fá þær æðislegu fréttir að NXNE (North by Northweast-hátíðin í Toronto) voru að bjóða mér í sumar!“ Ástralíuferð Svavars er öll á DIY-planinu („Do it yourself“). „Það er náttúrlega þessi vinahópur í kringum Hið alþjóðlega trúbadorasamsæri og Melodica-festivalið sem hjálpar manni. Ég hef líka bara svo gaman af því að ferðast. Maður gistir mestmegnis hjá vinum og vandamönnum. Það er ótrúlega mikið af Íslendingum hérna. Það eru búnir að koma svona 20 eða 30 Íslendingar á tónleikana hingað til. Svo er maður bara að kynnast fólki sem er til í að hjálpa manni. Bæði að bóka og kynna og allt.“ Svavar tekur hlutverk sitt alvarlega í Ástralíu og sinnir kynningarstarfsemi fyrir íslenska menningu. „Ástralar eru sólgnir í Hugleik Dagsson. Ég tók enska útgáfu af Forðist okkur út og þeir fá ekki nóg af henni. Ég tek alltaf með íslenskar bækur og leyfi áhorfendum að lesa og kvitta í. Ég er líka með bækurnar Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur og Brian Pilkington og Íslensku jólasveinana eftir Brian Pilkington. Fólk skrifar margt ótrúlega skemmtilegt í bækurnar, alltaf eitthvað fallegt og uppbyggilegt. Ég er kominn með nokkrar svona bækur núna í bókahillunni heima.“ drgunni@frettabladid.is Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Trúbadorinn Svavar Knútur er nú á ferðalagi um Ástralíu og sefur í heimahúsum hjá vinum og kunningjum. Platan Kvöldvaka selst eins og kaldur frostpinni í heitri Suðurálfunni. „þetta er yndislegt ferðalag og fólk er almennt bara mjög jákvætt. Ég hef spilað í öllum helstu borgunum og nokkrum smábæjum til viðbótar. Svo hefur maður verið í alveg tonni af góðum grillveislum,“ segir Svavar Knútur Kristinsson, sem flækist nú um Ástralíu með kassagítarinn sinn og úkúlele-ið og spilar frumsamið efni. Hann segist selja plötuna sína, Kvöldvöku, á ferðinni „eins og ískalda frostpinna í eldheitri Suðurálfunni“. „Ég fór út í ársbyrjun og spilaði á 12 bar club í London á útleið. Ótrúlega góð búlla,“ segir Svavar „Þetta eru eiginlega þrjú ólík tónleikaferðalög, jafnvel fjögur. það fyrsta er núna, eitthvað út febrúar, í Suðaustur-Ástralíu. Svo er eitt í svona millibilsástandi í mars. Þá spila ég í Queensland, Northern Territories og Alice Springs og svona. Svo kemur í apríl smá sessjón í Perth og Vestur-Ástralíu og strax eftir það fer ég aftur til Melbourne og Sydney og tek nokkur gigg þar, meðal annars með átrúnaðargoðinu mínu, Machine Translations. Það er algjör snillingur, sem hefur haft mikil áhrif á mig, bæði í lagasmíðum og hugmyndafræði. Á heimleiðinni spila ég svo eitthvað í Frakklandi og Englandi. Svo var ég að fá þær æðislegu fréttir að NXNE (North by Northweast-hátíðin í Toronto) voru að bjóða mér í sumar!“ Ástralíuferð Svavars er öll á DIY-planinu („Do it yourself“). „Það er náttúrlega þessi vinahópur í kringum Hið alþjóðlega trúbadorasamsæri og Melodica-festivalið sem hjálpar manni. Ég hef líka bara svo gaman af því að ferðast. Maður gistir mestmegnis hjá vinum og vandamönnum. Það er ótrúlega mikið af Íslendingum hérna. Það eru búnir að koma svona 20 eða 30 Íslendingar á tónleikana hingað til. Svo er maður bara að kynnast fólki sem er til í að hjálpa manni. Bæði að bóka og kynna og allt.“ Svavar tekur hlutverk sitt alvarlega í Ástralíu og sinnir kynningarstarfsemi fyrir íslenska menningu. „Ástralar eru sólgnir í Hugleik Dagsson. Ég tók enska útgáfu af Forðist okkur út og þeir fá ekki nóg af henni. Ég tek alltaf með íslenskar bækur og leyfi áhorfendum að lesa og kvitta í. Ég er líka með bækurnar Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur og Brian Pilkington og Íslensku jólasveinana eftir Brian Pilkington. Fólk skrifar margt ótrúlega skemmtilegt í bækurnar, alltaf eitthvað fallegt og uppbyggilegt. Ég er kominn með nokkrar svona bækur núna í bókahillunni heima.“ drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið