Lífið

Endalaus sambandsslit

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir nýtt verk Alan Lucien Öyen í kvöld.
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir nýtt verk Alan Lucien Öyen í kvöld.
Í kvöld frumsýnir Íslenski dansflokkurinn nýtt verk, Endalaus eftir Alan Lucien Öyen, þrjátíu og tveggja ára norskan danshöfund á uppleið. Hann kom hingað í boði Kristínar Hall hjá dansflokknum í byrjun desember og samdi verkið á meðan hann dvaldist hér.

Alan notar talað orð í dansverkinu til að skapa sérstakan söguþráð í anda heimildarmyndar. Umfjöllunarefni Alans er sambandsslit ástvina. Okkur eru birt brot úr hugsunum, endurminningar um horfna ástvini. Verkið reynir að svara því hvað hverfur og hvað situr eftir í minningunni þegar samband tveggja einstaklinga rofnar. Þegar þú og ég erum ekki lengur við.

Tónlistin í verkinu er eftir Ólaf Arnalds, sem Alan hafði samband við eftir að hafa lesið um hann og heyrt tónlist hans. Alan þótti melankólískt yfirbragð verksins kallast skemmtilega á við tónlist Ólafs og segir að samvinnan hafi gengið vel.

Alls verða sex sýningar á Endalaus.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.