Hera Björk: Auðvitað bregður manni 2. febrúar 2010 10:30 „Þetta kemur upp á hverju ári og þá stendur orrahríðin yfirleitt á þann sem þykir sigurstranglegastur þannig að við erum bara svolítið upp með okkur verð ég að segja." Við höfðum samband við Heru Björk Þórhallsdóttur söngkonu og spurðum hana út í lag hennar og Örlygs Smára, Je ne sais quoi, sem keppir í söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn. Komum okkur beint að efninu Hera Björk. Er lagið sem þú syngur í söngvakeppni Sjónvarpsins stolið? „Nei því er nú ver og miður. Geymum stolna lagið til betri tíma," svarar hún brosandi og segir: „Lögin eru bæði fínasta júrópopp og í sömu ágætis söngkonutóntegundinni. Jú, og svo rekum við báðar upp eins „voohóóó" þannig að það gengur greinilega sama „voohóóóið" yfir heimsbyggðina." „Auðvitað bregður manni svona fyrst en svo er þetta nú fljótt að jafna sig. Sérstaklega þegar maður minnir sjálfan sig á í hvaða keppni maður er." En söngurinn er hann stolinn? „Þú segir nokkuð! Ætli hann sé ekki smá stolinn frá mömmu og pabba enda eiga þau heiðurinn af þessum hljóðum sem úr manni koma."Heyrðir þú lagið hennar Kate Ryan áður en þið sömduð Je ne sais quoi? „Nei því miður. En ég er búin að heyra það oft síðustu daga og er bara farin að fíla það vel enda flott gella þarna á ferð." „Ég er ekki frá því að við séum bara sirka jafn sætar." „Maður verður að vera viðbúinn gagnrýni, sama úr hvaða átt hún kemur og sama hvort manni finnst hún réttlát eða ekki." Tekur þú umræðuna nærri þér? „Auðvitað bregður manni svona fyrst en svo er þetta nú fljótt að jafna sig. Sérstaklega þegar maður minnir sjálfan sig á í hvaða keppni maður er." „Það þýðir ekkert að taka svona nærri sér enda partur af prógramminu við það að vera í þessum bransa. Maður verður að vera viðbúinn gagnrýni, sama úr hvaða átt hún kemur og sama hvort manni finnst hún réttlát eða ekki." „Er þá ekki bara best að brosa og hafa gaman að þessu öllu saman?" „Ég er búin að heyra það oft síðustu daga og er bara farin að fíla það vel enda flott gella þarna á ferð. Ég er ekki frá því að við séum bara sirka jafn sætar." Hvernig gengur undirbúningurinn? „Hann gengur vel. Það er verið að skoða og velta vöngum yfir lýsingu og slíku en þetta verður allt saman smollið fyrir laugardagskvöldið þannig að ég held ég geti bara lofað góðu „showi". „Keppnin er smekkfull af flottu söng- og tónlistarfólki og lögin skemmtilega ólík." „Ég veit að þegar að lokakvöldinu kemur verða öll dýrin í skóginum orðnir vinir og við skemmtum landanum af okkar einskæru snilld." „Held að Jogvan sé sterkur því hann syngur vel og er með svo mikla útgeislun barnið að maður tárast." Hver er þá helsti keppinautur þinn á laugardaginn? „Ég er hrifin af öllum þessum flytjendum. Held að Jogvan sé sterkur því hann syngur vel og er með svo mikla útgeislun barnið að maður tárast. Íris Hólm er með yndislega rödd og gerir þetta stórvel." „Matti Matt er náttúrulega bara dúndur og Útflutningsráð Íslands ætti að skoða það að selja hann dýrum dómum í rokkið. Sjonni og drengirnir hans eru svo sætir og skemmtilegir að það er ekki hægt annað en brosa." „Og síðastir en ekki sístir eru svo ólíkindatólin að norðan, stolt móður sinnar, þeir Hvanndalsbræður og mig langar nú bara alltaf í Malt þegar ég heyri í þeim því það hressir og kætir og bætir meltinguna. Sem sagt, hef ekki hugmynd," segir Hera Björk. -elly@365.is Stuðningssíða Heru Bjarkar á Facebook Tengdar fréttir Lagið hans Bubba líka stolið? Á meðfylgjandi link má hlusta á samanburð á lögunum One more day sem Jogvan Hansen syngur í forkeppni Eurovision og Svefnljóð með Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Erindin í lögunum eru nauðalík eins og heyra má hér. „Mér finnst þetta varla svara vert. Þetta er árleg uppákoma sem tengist þessari keppni," sagði Örlygur Smári í samtali við Vísi í gær þegar við höfðum samband til að fá endanlega úr því skorið hvort lag hans og Heru Bjarkar, Je ne sais quoi, sé stolið eins og haldið er fram. 2. febrúar 2010 06:15 Örlygur Smári: Lagið er ekki stolið „Mér finnst þetta varla svara vert. Þetta er árleg uppákoma sem tengist þessari keppni. Það er að finna lög sem eru lík lögunum sem taka þátt í Söngvakeppninni. Það er hægt að finna samsvarandi líkindi með flestum dægurlögum ef vandlega er leitað," svarar Örlygur Smári þegar Vísir hefur samband til að fá endanlega úr því skorið hvort að lag hans og Heru Bjarkar, Je ne sais quoi, sé stolið. Er þetta lag stolið Örlygur? „Nei, lagið er ekki stolið," svarar hann yfirvegaður og segir: "Laglínan og hljómagangurinn er ekki eins og það er það sem skiptir máli og gerir hvert lag." Hvað ef gerð verður krafa á lagið, af höfundum lagsins Who do you love, sem fólk vill meina að sé líkt ykkar framlagi, ef þið vinnið keppnina? „Við höfum engar áhyggjur. Þetta lag er ekki stolið. Finnst þér lagið líkt, eða finnst þér bara sándið á lögunum líkt? Það er reginmunur á því," segir hann. „Annars er ég ekki að fara í einhvern fjölmiðlaslag við Bubba eða nokkurn mann eða konu í tengslum við þátttöku mína í þessari keppni," bætir hann við og segir: „Því má svo bæta við að þessi umfjöllun kom fyrst fram á Kananum hjá umboðsmanni Jógvans í síðustu viku. Greinilega liður í þeirra áróðursstríði. Get svo varla verið sammála um að umræður séu "eldheitar á Netinu" eins og stendur í fréttinni," segir Örlygur. 1. febrúar 2010 08:00 Sama lag og Hera Björk syngur? Lag Örlygs Smára og Heru Bjarkar, Je ne sais quoi, sem Hera Björk syngur í söngvakeppni Sjónvarpsins og lítt þekkt lag sem söngkonan Kate Ryan syngur, Who do you love, eru vægast sagt mjög lík. Umræður um að lögin eru óþægilega lík ganga um internetið eins og eldur í sinu. Sama tóntegund segja tónlistarspekúlantar. Aðrir halda því fram að um sé að ræða sama viðlagið í lögunum. Hlusta á lagið Je ne sais quoi sem Hera Björk syngur hér. Umrætt lag með Kate Ryan, Who do you love, má heyra hér. 31. janúar 2010 08:45 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Við höfðum samband við Heru Björk Þórhallsdóttur söngkonu og spurðum hana út í lag hennar og Örlygs Smára, Je ne sais quoi, sem keppir í söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn. Komum okkur beint að efninu Hera Björk. Er lagið sem þú syngur í söngvakeppni Sjónvarpsins stolið? „Nei því er nú ver og miður. Geymum stolna lagið til betri tíma," svarar hún brosandi og segir: „Lögin eru bæði fínasta júrópopp og í sömu ágætis söngkonutóntegundinni. Jú, og svo rekum við báðar upp eins „voohóóó" þannig að það gengur greinilega sama „voohóóóið" yfir heimsbyggðina." „Auðvitað bregður manni svona fyrst en svo er þetta nú fljótt að jafna sig. Sérstaklega þegar maður minnir sjálfan sig á í hvaða keppni maður er." En söngurinn er hann stolinn? „Þú segir nokkuð! Ætli hann sé ekki smá stolinn frá mömmu og pabba enda eiga þau heiðurinn af þessum hljóðum sem úr manni koma."Heyrðir þú lagið hennar Kate Ryan áður en þið sömduð Je ne sais quoi? „Nei því miður. En ég er búin að heyra það oft síðustu daga og er bara farin að fíla það vel enda flott gella þarna á ferð." „Ég er ekki frá því að við séum bara sirka jafn sætar." „Maður verður að vera viðbúinn gagnrýni, sama úr hvaða átt hún kemur og sama hvort manni finnst hún réttlát eða ekki." Tekur þú umræðuna nærri þér? „Auðvitað bregður manni svona fyrst en svo er þetta nú fljótt að jafna sig. Sérstaklega þegar maður minnir sjálfan sig á í hvaða keppni maður er." „Það þýðir ekkert að taka svona nærri sér enda partur af prógramminu við það að vera í þessum bransa. Maður verður að vera viðbúinn gagnrýni, sama úr hvaða átt hún kemur og sama hvort manni finnst hún réttlát eða ekki." „Er þá ekki bara best að brosa og hafa gaman að þessu öllu saman?" „Ég er búin að heyra það oft síðustu daga og er bara farin að fíla það vel enda flott gella þarna á ferð. Ég er ekki frá því að við séum bara sirka jafn sætar." Hvernig gengur undirbúningurinn? „Hann gengur vel. Það er verið að skoða og velta vöngum yfir lýsingu og slíku en þetta verður allt saman smollið fyrir laugardagskvöldið þannig að ég held ég geti bara lofað góðu „showi". „Keppnin er smekkfull af flottu söng- og tónlistarfólki og lögin skemmtilega ólík." „Ég veit að þegar að lokakvöldinu kemur verða öll dýrin í skóginum orðnir vinir og við skemmtum landanum af okkar einskæru snilld." „Held að Jogvan sé sterkur því hann syngur vel og er með svo mikla útgeislun barnið að maður tárast." Hver er þá helsti keppinautur þinn á laugardaginn? „Ég er hrifin af öllum þessum flytjendum. Held að Jogvan sé sterkur því hann syngur vel og er með svo mikla útgeislun barnið að maður tárast. Íris Hólm er með yndislega rödd og gerir þetta stórvel." „Matti Matt er náttúrulega bara dúndur og Útflutningsráð Íslands ætti að skoða það að selja hann dýrum dómum í rokkið. Sjonni og drengirnir hans eru svo sætir og skemmtilegir að það er ekki hægt annað en brosa." „Og síðastir en ekki sístir eru svo ólíkindatólin að norðan, stolt móður sinnar, þeir Hvanndalsbræður og mig langar nú bara alltaf í Malt þegar ég heyri í þeim því það hressir og kætir og bætir meltinguna. Sem sagt, hef ekki hugmynd," segir Hera Björk. -elly@365.is Stuðningssíða Heru Bjarkar á Facebook
Tengdar fréttir Lagið hans Bubba líka stolið? Á meðfylgjandi link má hlusta á samanburð á lögunum One more day sem Jogvan Hansen syngur í forkeppni Eurovision og Svefnljóð með Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Erindin í lögunum eru nauðalík eins og heyra má hér. „Mér finnst þetta varla svara vert. Þetta er árleg uppákoma sem tengist þessari keppni," sagði Örlygur Smári í samtali við Vísi í gær þegar við höfðum samband til að fá endanlega úr því skorið hvort lag hans og Heru Bjarkar, Je ne sais quoi, sé stolið eins og haldið er fram. 2. febrúar 2010 06:15 Örlygur Smári: Lagið er ekki stolið „Mér finnst þetta varla svara vert. Þetta er árleg uppákoma sem tengist þessari keppni. Það er að finna lög sem eru lík lögunum sem taka þátt í Söngvakeppninni. Það er hægt að finna samsvarandi líkindi með flestum dægurlögum ef vandlega er leitað," svarar Örlygur Smári þegar Vísir hefur samband til að fá endanlega úr því skorið hvort að lag hans og Heru Bjarkar, Je ne sais quoi, sé stolið. Er þetta lag stolið Örlygur? „Nei, lagið er ekki stolið," svarar hann yfirvegaður og segir: "Laglínan og hljómagangurinn er ekki eins og það er það sem skiptir máli og gerir hvert lag." Hvað ef gerð verður krafa á lagið, af höfundum lagsins Who do you love, sem fólk vill meina að sé líkt ykkar framlagi, ef þið vinnið keppnina? „Við höfum engar áhyggjur. Þetta lag er ekki stolið. Finnst þér lagið líkt, eða finnst þér bara sándið á lögunum líkt? Það er reginmunur á því," segir hann. „Annars er ég ekki að fara í einhvern fjölmiðlaslag við Bubba eða nokkurn mann eða konu í tengslum við þátttöku mína í þessari keppni," bætir hann við og segir: „Því má svo bæta við að þessi umfjöllun kom fyrst fram á Kananum hjá umboðsmanni Jógvans í síðustu viku. Greinilega liður í þeirra áróðursstríði. Get svo varla verið sammála um að umræður séu "eldheitar á Netinu" eins og stendur í fréttinni," segir Örlygur. 1. febrúar 2010 08:00 Sama lag og Hera Björk syngur? Lag Örlygs Smára og Heru Bjarkar, Je ne sais quoi, sem Hera Björk syngur í söngvakeppni Sjónvarpsins og lítt þekkt lag sem söngkonan Kate Ryan syngur, Who do you love, eru vægast sagt mjög lík. Umræður um að lögin eru óþægilega lík ganga um internetið eins og eldur í sinu. Sama tóntegund segja tónlistarspekúlantar. Aðrir halda því fram að um sé að ræða sama viðlagið í lögunum. Hlusta á lagið Je ne sais quoi sem Hera Björk syngur hér. Umrætt lag með Kate Ryan, Who do you love, má heyra hér. 31. janúar 2010 08:45 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Lagið hans Bubba líka stolið? Á meðfylgjandi link má hlusta á samanburð á lögunum One more day sem Jogvan Hansen syngur í forkeppni Eurovision og Svefnljóð með Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Erindin í lögunum eru nauðalík eins og heyra má hér. „Mér finnst þetta varla svara vert. Þetta er árleg uppákoma sem tengist þessari keppni," sagði Örlygur Smári í samtali við Vísi í gær þegar við höfðum samband til að fá endanlega úr því skorið hvort lag hans og Heru Bjarkar, Je ne sais quoi, sé stolið eins og haldið er fram. 2. febrúar 2010 06:15
Örlygur Smári: Lagið er ekki stolið „Mér finnst þetta varla svara vert. Þetta er árleg uppákoma sem tengist þessari keppni. Það er að finna lög sem eru lík lögunum sem taka þátt í Söngvakeppninni. Það er hægt að finna samsvarandi líkindi með flestum dægurlögum ef vandlega er leitað," svarar Örlygur Smári þegar Vísir hefur samband til að fá endanlega úr því skorið hvort að lag hans og Heru Bjarkar, Je ne sais quoi, sé stolið. Er þetta lag stolið Örlygur? „Nei, lagið er ekki stolið," svarar hann yfirvegaður og segir: "Laglínan og hljómagangurinn er ekki eins og það er það sem skiptir máli og gerir hvert lag." Hvað ef gerð verður krafa á lagið, af höfundum lagsins Who do you love, sem fólk vill meina að sé líkt ykkar framlagi, ef þið vinnið keppnina? „Við höfum engar áhyggjur. Þetta lag er ekki stolið. Finnst þér lagið líkt, eða finnst þér bara sándið á lögunum líkt? Það er reginmunur á því," segir hann. „Annars er ég ekki að fara í einhvern fjölmiðlaslag við Bubba eða nokkurn mann eða konu í tengslum við þátttöku mína í þessari keppni," bætir hann við og segir: „Því má svo bæta við að þessi umfjöllun kom fyrst fram á Kananum hjá umboðsmanni Jógvans í síðustu viku. Greinilega liður í þeirra áróðursstríði. Get svo varla verið sammála um að umræður séu "eldheitar á Netinu" eins og stendur í fréttinni," segir Örlygur. 1. febrúar 2010 08:00
Sama lag og Hera Björk syngur? Lag Örlygs Smára og Heru Bjarkar, Je ne sais quoi, sem Hera Björk syngur í söngvakeppni Sjónvarpsins og lítt þekkt lag sem söngkonan Kate Ryan syngur, Who do you love, eru vægast sagt mjög lík. Umræður um að lögin eru óþægilega lík ganga um internetið eins og eldur í sinu. Sama tóntegund segja tónlistarspekúlantar. Aðrir halda því fram að um sé að ræða sama viðlagið í lögunum. Hlusta á lagið Je ne sais quoi sem Hera Björk syngur hér. Umrætt lag með Kate Ryan, Who do you love, má heyra hér. 31. janúar 2010 08:45