Íslenski boltinn

Guðjón nær næsta leik hjá KR

Guðjón Baldvinsson fékk góðar fréttir frá lækninum sem hann hitti nú seinni part dags. Hann fór meiddur af velli eftir samstuð í leik KR og Keflavíkur í gær og óttaðist hann um tíma að hann yrði lengi frá.

Íslenski boltinn

Lúkas rekinn frá Grindavík

Lúkas Kostic hefur verið rekinn frá Grindavík eftir aðeins fjóra leiki í Pepsi-deildinni. Þetta er í annað sinn sem Lúkas er rekinn snemma en árið 1997 var hann rekinn frá KR eftir fimm leiki.

Íslenski boltinn

Lúkas Kostic: Við vinnum okkur út úr þessu

„Ég held að ég hafi ekki séð það svartara,“ sagði Lúkas Kostic, þjálfari Grindvíkinga eftir 1-2 tap sinna manna gegn Val á Grindavíkurvelli í kvöld. Enn á ný voru það varnarmistök sem kostuðu Grindvíkinga stig og sitja þeir stigalausir á botninum eftir fjórar umferðir.

Íslenski boltinn

Gunnlaugur: Fáum aukið sjálfstraust með þessum sigri

„Þetta er gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur og ég er í skýjunum með fyrsta sigurinn,“ sagði Gunnlaugur Jónsson eftir góðan 1-2 útisigur sinna manna í Val gegn Grindavík í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Gunnlaugs meðValsliðinu og telur að sigurinn geti reynst mikilvægur fyrir framhaldið.

Íslenski boltinn

Hilmar Geir: Vorum á hælunum

„Við vorum á hælunum strax frá fyrstu mínútu og þeir settu bara tvö á okkur. Þá var eins og leikurinn væri búinn og við búnir að gefast upp,“ sagði Haukamaðurinn Hilmar Geir Eiðsson eftir 3-0 tap hans manna fyrir ÍBV á heimavelli í dag.

Íslenski boltinn