Þorvaldur Örlygsson: Leikurinn er 90 mínútur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2010 22:27 Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram. Framliðið er enn taplaust undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar og náði í eitt stig í Árbænum í kvöld þrátt fyrir að hafa verið 2-0 undir þegar aðeins 5 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Við vorum 2-0 undir en fáum stig. Leikurinn er 90 mínútur og það er alveg leyfilegt að skora innan þeirra marka," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Það er óhætt að segja það að útlitið hafi ekki verið bjart hjá okkur í þessum leik. Við fáum á okkur klaufalegt víti eftir aðeins eina mínútu. Við reynumst síðan að komast aftur inn í leikinn en þá fáum við á okkur mark sem margir vildu segja að það hafi verið brot á markverðinum okkar.Ég sá það ekki nógu vel en mínir leikmenn segja að þetta hafi verið vafasamt. Leikmenn Fylkis hlaupa mikið inn í mennina og það var því ekkert nýtt þar á bænum," sagði Þorvaldur en Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram vildi fá aukaspyrnu þegar hann missti af boltanum í aðdraganda seinna mark Fylkis. „Við vorum ráðvilltir eftir að við lentum 2-0 undir og kannski má segja að við höfum verið heppnir að komast inn með 2-0 í hálfleikinn. Við náðum að stilla strengina okkar og stilla okkur þannig að við vorum tilbúnir undir þriggja manna skiptingu þegar hún kæmi. Mér fannst við ná að skipuleggja leik okkar betur í seinni hálfleik og um leið og við náðum að skora eitt mark þá var möguleikinn kominn. Við tókum líka það mikla áhættu að við vorum alltaf í hættu að fá þriðja markið á okkur," sagði Þorvaldur. Þorvaldur setti Hjálmar Þórarinsson á bekkinn en hann kom inn á, skoraði tvö mörk og tryggði liðinu jafntefli í lokin. „Allir í hópnum eru að leggja sig fram og hann er ekkert öðruvísi. Hjálmar er frábær knattspyrnumaður og góður drengur. Hann vinnur sína vinnu hvort sem það er í 90 mínútur eða 45 mínútur. Allir strákarnir í liðinu eru sammála því að þeir ætla að leggja sig fram í sumar. Þeir munu halda því áfram en svo er bara að sjá hvort við náum inn úrslitum," sagði Þorvaldur. Framliðið hefur lent 2-0 undir í báðum útileikjum sínum á móti Blikum og Fylki en í bæði skiptin hefur liðið fengið stig út úr leikjunum. „Það sýnir smá styrk í liðinu að hafa komið tvisvar til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. það sýnir líka að þú getir eitthvað. Menn hafa trú á sínum hæfileikum og á sínu liði. Ég vona svo sannarlega að við getum haldið því áfram. Stundum ganga hlutirnir ekki alltaf upp en á meðan leikurinn er í gangi þá reynir þú að berjast og að skapa færi," sagði Þorvaldur. „Það sjokkeraði okkur að fá á okkur þetta víti í upphafi leiks en það er svo sem ekkert nýtt því Fylkir fékk tólf víti í fyrra. Þeir eru mjög erfiðir eins og öll liðin í deildinni. Ég hefði verið mjög ánægður með það fyrir fram að fá stig hérna og ég er því mjög ánægður með að fá stig eftir leikinn," sagði Þorvaldur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Framliðið er enn taplaust undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar og náði í eitt stig í Árbænum í kvöld þrátt fyrir að hafa verið 2-0 undir þegar aðeins 5 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Við vorum 2-0 undir en fáum stig. Leikurinn er 90 mínútur og það er alveg leyfilegt að skora innan þeirra marka," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Það er óhætt að segja það að útlitið hafi ekki verið bjart hjá okkur í þessum leik. Við fáum á okkur klaufalegt víti eftir aðeins eina mínútu. Við reynumst síðan að komast aftur inn í leikinn en þá fáum við á okkur mark sem margir vildu segja að það hafi verið brot á markverðinum okkar.Ég sá það ekki nógu vel en mínir leikmenn segja að þetta hafi verið vafasamt. Leikmenn Fylkis hlaupa mikið inn í mennina og það var því ekkert nýtt þar á bænum," sagði Þorvaldur en Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram vildi fá aukaspyrnu þegar hann missti af boltanum í aðdraganda seinna mark Fylkis. „Við vorum ráðvilltir eftir að við lentum 2-0 undir og kannski má segja að við höfum verið heppnir að komast inn með 2-0 í hálfleikinn. Við náðum að stilla strengina okkar og stilla okkur þannig að við vorum tilbúnir undir þriggja manna skiptingu þegar hún kæmi. Mér fannst við ná að skipuleggja leik okkar betur í seinni hálfleik og um leið og við náðum að skora eitt mark þá var möguleikinn kominn. Við tókum líka það mikla áhættu að við vorum alltaf í hættu að fá þriðja markið á okkur," sagði Þorvaldur. Þorvaldur setti Hjálmar Þórarinsson á bekkinn en hann kom inn á, skoraði tvö mörk og tryggði liðinu jafntefli í lokin. „Allir í hópnum eru að leggja sig fram og hann er ekkert öðruvísi. Hjálmar er frábær knattspyrnumaður og góður drengur. Hann vinnur sína vinnu hvort sem það er í 90 mínútur eða 45 mínútur. Allir strákarnir í liðinu eru sammála því að þeir ætla að leggja sig fram í sumar. Þeir munu halda því áfram en svo er bara að sjá hvort við náum inn úrslitum," sagði Þorvaldur. Framliðið hefur lent 2-0 undir í báðum útileikjum sínum á móti Blikum og Fylki en í bæði skiptin hefur liðið fengið stig út úr leikjunum. „Það sýnir smá styrk í liðinu að hafa komið tvisvar til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. það sýnir líka að þú getir eitthvað. Menn hafa trú á sínum hæfileikum og á sínu liði. Ég vona svo sannarlega að við getum haldið því áfram. Stundum ganga hlutirnir ekki alltaf upp en á meðan leikurinn er í gangi þá reynir þú að berjast og að skapa færi," sagði Þorvaldur. „Það sjokkeraði okkur að fá á okkur þetta víti í upphafi leiks en það er svo sem ekkert nýtt því Fylkir fékk tólf víti í fyrra. Þeir eru mjög erfiðir eins og öll liðin í deildinni. Ég hefði verið mjög ánægður með það fyrir fram að fá stig hérna og ég er því mjög ánægður með að fá stig eftir leikinn," sagði Þorvaldur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira