Þorvaldur Örlygsson: Leikurinn er 90 mínútur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2010 22:27 Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram. Framliðið er enn taplaust undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar og náði í eitt stig í Árbænum í kvöld þrátt fyrir að hafa verið 2-0 undir þegar aðeins 5 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Við vorum 2-0 undir en fáum stig. Leikurinn er 90 mínútur og það er alveg leyfilegt að skora innan þeirra marka," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Það er óhætt að segja það að útlitið hafi ekki verið bjart hjá okkur í þessum leik. Við fáum á okkur klaufalegt víti eftir aðeins eina mínútu. Við reynumst síðan að komast aftur inn í leikinn en þá fáum við á okkur mark sem margir vildu segja að það hafi verið brot á markverðinum okkar.Ég sá það ekki nógu vel en mínir leikmenn segja að þetta hafi verið vafasamt. Leikmenn Fylkis hlaupa mikið inn í mennina og það var því ekkert nýtt þar á bænum," sagði Þorvaldur en Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram vildi fá aukaspyrnu þegar hann missti af boltanum í aðdraganda seinna mark Fylkis. „Við vorum ráðvilltir eftir að við lentum 2-0 undir og kannski má segja að við höfum verið heppnir að komast inn með 2-0 í hálfleikinn. Við náðum að stilla strengina okkar og stilla okkur þannig að við vorum tilbúnir undir þriggja manna skiptingu þegar hún kæmi. Mér fannst við ná að skipuleggja leik okkar betur í seinni hálfleik og um leið og við náðum að skora eitt mark þá var möguleikinn kominn. Við tókum líka það mikla áhættu að við vorum alltaf í hættu að fá þriðja markið á okkur," sagði Þorvaldur. Þorvaldur setti Hjálmar Þórarinsson á bekkinn en hann kom inn á, skoraði tvö mörk og tryggði liðinu jafntefli í lokin. „Allir í hópnum eru að leggja sig fram og hann er ekkert öðruvísi. Hjálmar er frábær knattspyrnumaður og góður drengur. Hann vinnur sína vinnu hvort sem það er í 90 mínútur eða 45 mínútur. Allir strákarnir í liðinu eru sammála því að þeir ætla að leggja sig fram í sumar. Þeir munu halda því áfram en svo er bara að sjá hvort við náum inn úrslitum," sagði Þorvaldur. Framliðið hefur lent 2-0 undir í báðum útileikjum sínum á móti Blikum og Fylki en í bæði skiptin hefur liðið fengið stig út úr leikjunum. „Það sýnir smá styrk í liðinu að hafa komið tvisvar til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. það sýnir líka að þú getir eitthvað. Menn hafa trú á sínum hæfileikum og á sínu liði. Ég vona svo sannarlega að við getum haldið því áfram. Stundum ganga hlutirnir ekki alltaf upp en á meðan leikurinn er í gangi þá reynir þú að berjast og að skapa færi," sagði Þorvaldur. „Það sjokkeraði okkur að fá á okkur þetta víti í upphafi leiks en það er svo sem ekkert nýtt því Fylkir fékk tólf víti í fyrra. Þeir eru mjög erfiðir eins og öll liðin í deildinni. Ég hefði verið mjög ánægður með það fyrir fram að fá stig hérna og ég er því mjög ánægður með að fá stig eftir leikinn," sagði Þorvaldur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Framliðið er enn taplaust undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar og náði í eitt stig í Árbænum í kvöld þrátt fyrir að hafa verið 2-0 undir þegar aðeins 5 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Við vorum 2-0 undir en fáum stig. Leikurinn er 90 mínútur og það er alveg leyfilegt að skora innan þeirra marka," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Það er óhætt að segja það að útlitið hafi ekki verið bjart hjá okkur í þessum leik. Við fáum á okkur klaufalegt víti eftir aðeins eina mínútu. Við reynumst síðan að komast aftur inn í leikinn en þá fáum við á okkur mark sem margir vildu segja að það hafi verið brot á markverðinum okkar.Ég sá það ekki nógu vel en mínir leikmenn segja að þetta hafi verið vafasamt. Leikmenn Fylkis hlaupa mikið inn í mennina og það var því ekkert nýtt þar á bænum," sagði Þorvaldur en Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram vildi fá aukaspyrnu þegar hann missti af boltanum í aðdraganda seinna mark Fylkis. „Við vorum ráðvilltir eftir að við lentum 2-0 undir og kannski má segja að við höfum verið heppnir að komast inn með 2-0 í hálfleikinn. Við náðum að stilla strengina okkar og stilla okkur þannig að við vorum tilbúnir undir þriggja manna skiptingu þegar hún kæmi. Mér fannst við ná að skipuleggja leik okkar betur í seinni hálfleik og um leið og við náðum að skora eitt mark þá var möguleikinn kominn. Við tókum líka það mikla áhættu að við vorum alltaf í hættu að fá þriðja markið á okkur," sagði Þorvaldur. Þorvaldur setti Hjálmar Þórarinsson á bekkinn en hann kom inn á, skoraði tvö mörk og tryggði liðinu jafntefli í lokin. „Allir í hópnum eru að leggja sig fram og hann er ekkert öðruvísi. Hjálmar er frábær knattspyrnumaður og góður drengur. Hann vinnur sína vinnu hvort sem það er í 90 mínútur eða 45 mínútur. Allir strákarnir í liðinu eru sammála því að þeir ætla að leggja sig fram í sumar. Þeir munu halda því áfram en svo er bara að sjá hvort við náum inn úrslitum," sagði Þorvaldur. Framliðið hefur lent 2-0 undir í báðum útileikjum sínum á móti Blikum og Fylki en í bæði skiptin hefur liðið fengið stig út úr leikjunum. „Það sýnir smá styrk í liðinu að hafa komið tvisvar til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. það sýnir líka að þú getir eitthvað. Menn hafa trú á sínum hæfileikum og á sínu liði. Ég vona svo sannarlega að við getum haldið því áfram. Stundum ganga hlutirnir ekki alltaf upp en á meðan leikurinn er í gangi þá reynir þú að berjast og að skapa færi," sagði Þorvaldur. „Það sjokkeraði okkur að fá á okkur þetta víti í upphafi leiks en það er svo sem ekkert nýtt því Fylkir fékk tólf víti í fyrra. Þeir eru mjög erfiðir eins og öll liðin í deildinni. Ég hefði verið mjög ánægður með það fyrir fram að fá stig hérna og ég er því mjög ánægður með að fá stig eftir leikinn," sagði Þorvaldur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann