Íslenski boltinn

Guðjón nær næsta leik hjá KR

Hjalti Þór Hreinsson. skrifar
Guðjón Baldvinsson.
Guðjón Baldvinsson. Fréttablaðið/Anton

Guðjón Baldvinsson fékk góðar fréttir frá lækninum sem hann hitti nú seinni part dags. Hann fór meiddur af velli eftir samstuð í leik KR og Keflavíkur í gær og óttaðist hann um tíma að hann yrði lengi frá.

"Ég fékk góð tíðindi og læknirinn var bara ánægður með þetta. Það er engin rifa í vöðvanum eða neitt slíkt. Ég er mjög bólginn og það þarf að vera þrýstingur á þessu í tvo til þrjá daga," sagði Guðjón.

"Það er ekkert óraunhæft að ég verði bara frá í viku og þá næ ég næsta deildarleik," sagði Guðjón sáttur.

KR spilar næst í deildinni þann 10. júní, gegn Fram en liðið á bikarleik við ÍBV þann 2. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×